Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 60
58
B L I K
þeir, þegar þeir höfðu heilsazt.
„Þú ert líklega meira upp á
kvenhöndina lagsi?“
Hann fór hjá sér og boraði
með tánni.
„Heyrðu", sagði bóndinn,
„útvegaðu mér kaupakonu,
greyið mitt“.
„Kaupakonu“, át pilturinn
aulalega eftir. Hafði hann ekki
kaupakonu?
„Hún er farin, fjandans tæf-
an sú tama“, bölvaði bóndinn,
„kærastinn gat ekki verið án
hennar lengur“.
Pilturinn kipptist við, fölnaði
og roðnaði og var svo ankana-
legur, að bóndinn spurði: „Hvað
er að þér, drengur? Ertu ekki
hress?“ Hann boraði hraðar
með tánni, niðurlútur og kom
ekki upp nokkru orði.
„Hvað er að?“ ámálgaði bónd-
inn hastur. „Ertu klumsa eða
hvað?“
Pilturinn leit seinlega upp,
reyndi að bera sig mannalega.
Nei, hann var ekki klumsa. Átti
vanda til að fá smá aðsvif síðan
hann fékk flensuna.
„Viltu ekki koma inn?“ spurði
bóndinn, því að það væri ekki
loku fyrir það skotið, að konan
ætti dropa. Nei, pilturinn hafði
enga þörf fyrir dropa. Þetta er
liðið frá. Hann var að flýta sér.
„En erindið?" spurði bóndinn.
Átti hann ekki að skila ein-
hverju?
„Ja, — jú, — hú“. Honum
vafðist tunga um tönn, skotraði
augunum umhverfis sig rjóður
út að eyrum. Þá sá hann torf-
ristuna. Hún stóð þarna upp við
bæjarþilið.
Ga — ga — gat hann lá — lá
— lánað? „Lánað hvað?“ spurði
bóndinn óþolinmóður yfir þess-
um vöflum.
„To — to torfuristu".
„Þú átt við spaðann þann
tarna?“ sagði bóndinn og kink-
aði kolli til torfuristunnar.
Ætluðu þeir að fara að slétta ?
Jú, spaðinn er honum heimill.
,,En í guðanna bænum, gáðu að
hontun, þetta er dýrt áhald“.
Hann tók við ristunni, stakk
henni í handarkrika sinn og rétti
fram hönd sína.
„Þú ert ákveðinn að koma
ekki inn?“ spurði bóndinn.
Já, hann var búinn að slóra
svo lengi, líklega farið að undr-
ast um hann heima.
Sólin hafði setzt og þokan í
aðsigi. Úr hlaði gengur álútur,
ungur maður, með torfuristu í
handarkrikanum og hverfur út
í mugguna.
Valgerður Sigurðardóttir
III. bekk verknáms.
Bragð er að, þá börnin
íinna
Bóndi nokkur var kominn á
grafarbakkann. Sonur hans var
tekinn við búinu og bjó við góð