Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 57
B L I K
35
gluggann eða á gólfinu. Einu
sinni flaug hann þó upp á hillu
fyrir framan spegilinn í klef-
anum. Þegar hann sá sjálfan
sig, varð hann ofsa hræddur, og
hver einasta fjöður á skrokkn-
um hans tók að rísa. Að lítilli
stundu liðinni var hann kominn
í hinn snarpasta bardaga við
sjálfan sig í speglinum, sem
endaði með því, að ég tók hann
og lét hann í gluggann, og sat
hann ýmist þar eða á gólfinu,
það sem eftir var ferðarinnar.
Nálægt speglinum þorði hann
ekki að koma aftur.
I klefanum undi hann sér vel
og var ekkert sjóveikur. Þegar
ég kom heim, setti ég hann í
litla geymslu, meðan verið var
að búa honum búr, en það varð
bæði að vera stórt og gott. Þeg-
ar 1 búrið kom, lét ég inn til hans
hænsnakjöt og vatn í fati, en
hann vildi ekkert éta né drekka
og var mjög órór. Annan daginn,
þegar ég kom inn til hans, var
hann önnum kafinn við að baða
sig upp úr fatinu, og ég sá, að
hann var búinn að éta.
Nú er hann svolítið farinn að
temjast, t. d. hef ég búrið í stór-
um bílskúr, og stundum sleppi
ég honum úr því og leyfi honum
að fljúga um, en hann kemur
alltaf sjálfur í búrið að lítilli
stundu liðinni.
Stundum leyfi ég honum að
fara út úr búrinu, og verður
hann þá alltaf mjög ánægður.
Ég á smyrilinn ennþá. Hann
er við góða heilsu og batnað er
honum undir vængnum fyrir
löngu. Ég veit ekki, hvað ég geri
við hann í sumar, því að þá fer
ég í sveit. Ég hygg, að ég fari
með hann með mér og sleppi
ihonum á bernskustöðvum hans.
Steinn G. Kjartansson
I. C.
Fáir em smiðir í fyrsta sinn
Eitt sin er ég var í sveit, var
ég spurður að því, hvort ég gæti
sólað skó. Ég hélt nú það. Ég
vildi þegar taka til að sóla. Mér
voru fengnir skórnir og tilsniðn-
ir leðurbútar undir þá og sagt
að vera úti í skúr við verkið.
Þar var nóg af nöglum, stuttum
og löngum, margar lengdir, og
ég valdi þá nagla, sem mér sýnd-
ist mundu vera hæfilegastir á
lengd.
Ég hóf verkið og það gekk vel.
Eftir stutta stund var ég búinn
að sóla skóna. Þeir litu út fyrir
að vera nýkomnir af bezta skó-
verkstæði, og var ég mjög
ánægður með þá. Ég fékk þá
bóndanum, og fór hann strax í
þá. — Rétt í þeirri andránni
hrópaði vinnumaðurinn á bæn-
um, að kindur væru komnar í
túnið. Við bóndinn rukum þá út
úr bænum og út á tún til að reka
kindurnar úr túninu. —
Bóndinn var þybbinn í vexti