Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 28

Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 28
26 B L I K bandi, Pálína og Sigríður, voru augasteinar gömlu konunnar, svo og Þórunn, elzta barn Jóns og Guðrúnar. Þessar stúlkur veittu ömmu sinni alla þá hjálp og nærgætni, er þær megnuðu að láta henni í té. Árið 1882 geisuðu mislingar um mikinn hluta landsins og lögðu um 1700 manns 1 gröfina. Einnig hér í Eyjum lögðust þeir þungt á marga og bjuggu nokkr- um aldurtila. Meðal þeirra, er dóu þá úr sótt þessari, voru báðar dætur Jóns bónda í Túni, Pálína og Sig- ríður, 21 og 22 ára að aldri. Þær dóu með tveggja daga millibiii. Erfitt er að lýsa þeim hörmung- um, þeim þjáningum sorgar og saknaðar, sem steðjuðu nú að heimilinu í Túni, er þær lágu báðar lík hinar gjafvaxta dætur; hvers manns hugljúfar höfðu þær verið, hjartahlýjar og hug- arhreinar, og hafði ekki hin há- aldraða amma þeirra minnst fengið að njóta þeirra gæða, eft- ir að ellin færðist svo mjög yfir hana og hrörleikinn þrengdi að. Heit voru tárin og höfug, er runnu úr nærri blindum augum gömlu konunnar, er sorgarhríð- irnar surfu að. Þá var sem hrörnandi sálarhjúpurinn herpt- ist og þrengdi að ljósi lífsins, er innra bjó. Á þeim stundum var sem gömul ör yrðu að blæðandi sárum á ný. Þeir atburðir á langri ævi, er stærstu örin höfðu eftir skilið, runnu fram í minnið. Missir fyrsta barnsins, dauði tveggja eiginmanna á voveifleg- an hátt, eignamissirinn, brigði trúskaparheitanna, baráttan fyrir vellíðan bamanna í vist á ýmsum misjöfnum heimilum, — og nú dauði beggja sonardætr- anna, ljósgjafanna hennar, — allir þessir erfiðu atburðir og sársvíðandi rif juðust upp, stóðu svo ljóslifandi fyrir sálarsjón- um Sigríðar Einarsdóttur á heit- ustu saknaðar- og sorgarstund- unum eins og illar gjörðir á ævi- ferli renna fram fyrir sálarsjón- ir drukknandi manns. Þegar gömlu konunni tók að svía sárasti sviðinn fyrir mátt trúar og trausts, bænar og bless- unarorða, var sem hin fagra sál tæki að skína gegnum hjúpinn hröra. Þá sönnuðust þar einnig orð skáldsins: „Sálar um fatið forna fögur skein innri konan“. Eftir þessar þungu rauna- stundir varð Þórunn mesta hjálparhella ömmu sinnar. Hún var nú 12 ára, viljug og hröð, hugulsöm og harla hlý eins og við hinir yngri kynntumst henni á sjötugs- og áttræðisaldrinum. Þórunn létti þá miklu starfi af móður sinni, sem var heilsulítil, slitin og þreytt eftir mikla vinnu, fátæktarbasl og barn- eignir. Eftir dauða dætranna tveggja hrömaði Sigríður Einarsdóttir ört. Brátt hvarf sjónin með öllu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.