Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 56
54
B L I K
ætlaði að grípa hann, en hann
hvæsti eins og illur köttur og
bjóst til varnar með kjafti og
klóm, og úr stórum og dökk-
brúnum augum hans mátti lesa
brennandi hatur. Eftir þóf
nokkurt og stimpingar tókst
mér að handsama hann. Var ég
þá illa klóraður og bitinn á
höndunum. Við nánari skoðun
hugði ég þetta vera f álka, og var
ég mjög upp með mér að hafa
náð honum, því að ég hafði
heyrt, að þeir næðust sjaldan.
Ég stakk honum inn á mig. Var
það síður en svo þægilegt, því
að hann klóraði og beit eftir
megni. Síðan flýtti ég mér sem
mest ég mátti, því að ég hafði
tafizt nokkuð. Mér gekk vel að
koma hestunum heim, og þegar
heim kom, sýndi ég fund minn
og var hinn hreyknasti. Var mér
sagt, að þetta væri smyrilsungi.
Hann var lítillega særður undir
vinstri væng. Hefur hann líklega
lent í bardaga og beðið ósigur.
Ég lét það gott heita. Bót var í
máli, að hann var mikið skyldur
fálka.
Ég lét smyrilinn í járnkörfu
og gaf honum kindalifur. I körf-
unni undi hann hag sínum hið
versta, barðist um sem ólmur
væri og vildi ekkert éta. Er svo
hafði gengið einn dag, lét ég
hann í lítið herbergi. Sefaðist
hann nokkuð þar.
Er fjórði dagurinn rann upp
frá því ég fann hann, og lifrin lá
Þessar lifsglöðu námsmeyjar seldu flest
eintök af ársriti skólans i fyrra, eða 70
eintök á tveim timum. Bryndis Brynjúlfs-
dóttir til vinstri, Sigrún Þorsteinsdóttir
til hægri.
óhreyfð, tókum við það til
bragðs að slátra gömlum hana.
Skar ég lærið af honum og lagði
fyrir smyrilsungann. Þá fyrst
tók hann til matar síns og hélt
lærinu með klónum og reif það
í sig, og skildi hann ekki við það,
fyrr en eftir voru aðeins sinar
og bein.
Viku síðar fór ég úr sveitinni,
og var hann þá búinn með han-
ann. Ég fór með bíl til Reykja-
víkur og hafði smyrilinn í litlum
pappakassa, og var hann mjög
bílveikur. Þegar til Reykjavíkur
kom, keypti ég honum hænu og
gaf honum. Át hann hana með
hinni beztu lyst.
Við voru tvo daga í Reykja-
vík. Að morgni hins þriðja dags
tókum við okkur far með Esju
til Eyja, og var hann leynifar-
þegi. Hafði ég hann mestan
hluta leiðarinnar lausan í klef-
anum og sat hann oftast við