Blik - 01.05.1958, Page 56

Blik - 01.05.1958, Page 56
54 B L I K ætlaði að grípa hann, en hann hvæsti eins og illur köttur og bjóst til varnar með kjafti og klóm, og úr stórum og dökk- brúnum augum hans mátti lesa brennandi hatur. Eftir þóf nokkurt og stimpingar tókst mér að handsama hann. Var ég þá illa klóraður og bitinn á höndunum. Við nánari skoðun hugði ég þetta vera f álka, og var ég mjög upp með mér að hafa náð honum, því að ég hafði heyrt, að þeir næðust sjaldan. Ég stakk honum inn á mig. Var það síður en svo þægilegt, því að hann klóraði og beit eftir megni. Síðan flýtti ég mér sem mest ég mátti, því að ég hafði tafizt nokkuð. Mér gekk vel að koma hestunum heim, og þegar heim kom, sýndi ég fund minn og var hinn hreyknasti. Var mér sagt, að þetta væri smyrilsungi. Hann var lítillega særður undir vinstri væng. Hefur hann líklega lent í bardaga og beðið ósigur. Ég lét það gott heita. Bót var í máli, að hann var mikið skyldur fálka. Ég lét smyrilinn í járnkörfu og gaf honum kindalifur. I körf- unni undi hann hag sínum hið versta, barðist um sem ólmur væri og vildi ekkert éta. Er svo hafði gengið einn dag, lét ég hann í lítið herbergi. Sefaðist hann nokkuð þar. Er fjórði dagurinn rann upp frá því ég fann hann, og lifrin lá Þessar lifsglöðu námsmeyjar seldu flest eintök af ársriti skólans i fyrra, eða 70 eintök á tveim timum. Bryndis Brynjúlfs- dóttir til vinstri, Sigrún Þorsteinsdóttir til hægri. óhreyfð, tókum við það til bragðs að slátra gömlum hana. Skar ég lærið af honum og lagði fyrir smyrilsungann. Þá fyrst tók hann til matar síns og hélt lærinu með klónum og reif það í sig, og skildi hann ekki við það, fyrr en eftir voru aðeins sinar og bein. Viku síðar fór ég úr sveitinni, og var hann þá búinn með han- ann. Ég fór með bíl til Reykja- víkur og hafði smyrilinn í litlum pappakassa, og var hann mjög bílveikur. Þegar til Reykjavíkur kom, keypti ég honum hænu og gaf honum. Át hann hana með hinni beztu lyst. Við voru tvo daga í Reykja- vík. Að morgni hins þriðja dags tókum við okkur far með Esju til Eyja, og var hann leynifar- þegi. Hafði ég hann mestan hluta leiðarinnar lausan í klef- anum og sat hann oftast við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.