Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 16
34
B L I K
Bryggjur voru æðistór jörð,
20 hundruð að dýrleika, og henni
fylgdu 5 kúgildi, en ábúendur
voru tveir.
Þarna nutu þau hjón dugnað-
ar síns. — En enginn lofar ein-
býlið sem vert er, hugsuðu þau
hjónin og sögðu oft sín á milli,
er f rá leið.
Á Bryggjum voru þau hjón
ekki einyrkjar. Þar höfðu þau
jafnan tök á að hafa vinnuhjú
flest árin, sem þau bjuggu þar,
eða til vorsins 1824, en þá fluttu
þau að Vatnshól í sömu sveit.
I örbirgð sinni æskti Guðný
húsfreyja þess heitast, að hún
mætti vaxa svo að álnum, að hún
gæti haft hjá sér á framfærslu
móður sína Guðrúnu Helgadótt-
ur. Þá ósk fékk hún uppfyllta og
var Guðrún á framfærslu þeirra
hjóna um margra ára skeið og
dó háöldruð.
Sigríður Einarsdóttir heima-
sæta á Bryggjum var há vexti,
grannvaxin, nettfríð og létt á
fæti. Hárið var jarpt og liðað og
fór vel að vöngum. Lundin var
létt, svipurinn glaðlegur og sál-
arlífið saklaust og heilbrigt.
Hún átti yndisþokka í ríkum
mæli og heillaði unga SAæina. —
Orð fór af því í sveitinni, hversu
þessi heimasæta á Bryggjum
væri vel virk og fjölhæf við
tóvinnu og saumaskap. Hún var
því umræddur kvenkostur í
sveit sinni.
Sunnudag nokkurn á einmán-
uði 1823 var fjölmennt við
messu að Krosskirkju. Rifa-
hjarn var á og mýrar allar
og tjarnir lagðar traustum
ísi. Kirkjugestir komu bæði
gangandi og ríðandi til kirkj-
unnar.
Eftir messu staldraði bænda-
fólkið við og ræddi dægurmálin,
tíðarfarið, sem hafði verið rys-
jótt að undanförnu, heybirgðir
búenda og afkomu.
Ekki var heldur örgrannt um,
að uppvaxandi sveinar gæfu
ungum heimasætum gaumgæft
auga og þær vektu þeim vonir
og glæddu þeim þrár með augna-
ráði og brosi eins og gengur.
Sigríður Einarsdóttir heima-
sæta á Bryggjum var við kirkju
þennan góðviðrisdag.
Orð lék á því í sveitinni, að
Ormur, sonur Guðrúnar Jóns-
dóttur ekkju í Krosshjáleigu,
hefði um tíma lagt hug á Sig-
ríði á Bryggjum og leitað ásta
hjá henni. Þau voru jafnaldra.
Þetta vissu þeir bændasynirnir
Sæmundur Símonarson á Lága-
felli og Árni Magnússon í Hólm-
um. Þeir voru á líku reki og
Ormur en þó aðeins yngri, og
áttu sér einnig sín augnayndin í
Krosskirkju þennan dag.
Þarna stóðu þeir allir þrír vin-
irnir afsíðis og virtu fyrir sér
hina kirkjugestina.
,,Þú kvað vera að missa frá
þér til Eyja hugljúfuna þína,“