Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 45
B L I K
43
Sigurður Finnsson, sem verið
hafði fastur kennari við skólann í
12 ár, hvarf nú frá honum, með því
að hann var settur skólastjóri
barnaskóla kaupstaðarins haustið
1956. Gagnfræðaskólinn þakkar Sig
urði gott kennslustarf og örugga
vörzlu. Við samkennararnir þökk-
um honum gott og ánægjulegt sam-
starf og óskum honum allra heilla í
hinu nýja mikilvæga embætti. sem
við væntum góðs af til undirbúnings
uppeldis- og fræðslustarfi Gagn-
fræðaskólans.
Skólaslit fóru fram laugardaginn
18. maí kl. 2 e. h.
Ræður fluttu auk skólastjóra báo-
ir sóknarprestarnir, séra Halldór
Kolbeins og séra Jóhann Hlíðar.
Lúðrasveit Gagnfræðaskólans lék
9 lpg við skólaslit.
Á annan í hvítasunnu, 10. jún, lék
Lúðrasveit Gagnfræðaskólans í
barnatíma ríkisútvarpsins við góðan
orðstír.
Þökk öllum þeim, sem vel vinna
skyldustörfin.
Vestmannaeyjum, júlí 1957.
Þorsteinn Þ. Víglundsson.
Þakkir
Við, sem stöndum að útgáfu ársritsins,
þökkum hjartanlega öllum þeim, sem
lagt hafa og leggja sitt til útgáfu þess.
Við þökkum þeim, sem skrifað hafa i
ritið samkvœmt ósk okkar, veitt okkur
frceðslu um eitt og annað, sem við höfum
hug á, að geyma, svo að ekki gleymist,
og við þökkum þeim, sem styrkja útgáfu
þess með auglýsingum. An velvildar þeirra
og góðs skilnings á gildi útgáfustarfsins
vœri okkur um megn að gefa ritið út.
Stjórn málfundafélagsins.
Ritnefndin.
Skólastjóri.
^-------------------------------'
Lærdóms Ijúfa stofnun
Lœrdóms Ijúfa stofnun,
Ijómi menningar,
veki andans orku,
aflstöð þekkingar.
Lát þín fræði fögur
fyrir ceskuna
verða lind, sem lætur
Ijóma gæzkuna.
Réttlærð mennt er máttur
mikill farsældar,
djarfur andardráttur
dirfsku og manndáðar.
Góðir gagnfræðingar,
gangið rétta braut.
Heppnir Heymaeyingar,
hljótið lán í skaut.
Nesti og nýju skórnir
nægja ævileið
þeim, sem alltaf eflir
einhvern lærdómsmeið.
Hvar sem leiðir liggja
er lán að kunna rétt,
vera sæmd og sómi
sína fyrir stétt.
Verið heil og hljótið
happið gæfunnar.
Hvort með blæs eða móti
minnist reglunnar:
Vonir veita sigur
og vernda sérhvern dag.
Dyggð og ötul iðja
e fla sérhvern h ag.
Ofanleiti í Vestm.eyjum 9. febr. 1958.
Halldór Kolbeins.