Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 21

Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 21
B L I K 19 ingn fyrir jörðinni. Valdið yfir henni var því hans. Hann hafði alltaf unnað Guðfinnu hugást- um, enda var hún mesta mynd- ar- og gæðakona. En ástin er duttlungafull á stundum. Oft fannst honum hatrið blossa upp og togast á við ástina í sálar- lífi hans. Bergur Brynjólfsson var svo vel gerður maður og skynsamur, að hann skildi sálar- líf sitt og var fullkomlega vit- andi um þessi átök milli ills og góðs. „Hér verður skynsemin að vega og meta og skera úr,“ hugsaði Bergur Brynjólfsson. Hann var þegar orðinn gamall maður og hafði liðið margt sárt og saknaðarfullt í lífinu. Fyrri konu sína hafði hann misst eftir stutta sambúð. Fjölda barna hafði hann eignast eða 17 alls og misst þau öll nema Vigfús. Hann unni þeim syni sínum eins og hjartanu í brjósti sér. Móður hans unni hann einnig þrátt fyrir allt. Ef til vill átti hún sínar bætur mála. Allar sorgir hans höfðu þreytt hann og þjáð, skilið eftir ólæknandi sár, sálar- kviku, sem olli oft leiðri lund. kaldranalegu viðmóti og þumb- aldahætti. Auðvitað hafði þetta heimilislíf verið Guðfinnu þreyt- andi, og hún umborið það verr sökum aldursmismunarins. All- ar mótgjörðir og hefndarhneigð- ir gagnvart henni hlutu að f jar- lægja föðurinn og soninn. Þar með slokknaði einasta ljósið í lífinu. Hvernig átti hann að tryggja augasteininum sínum og hinum efnilega syni ábúð á Stakkagerði, skapa honum að- stöðu til öruggrar afkomu og mannaforráða eftir því sem dugnaður, gáfur og gifta stæðu til, þá tímar liðu ? Bergur Brynj- ólfsson gat ekki til þess hugsað, að sonur hans byggi við tómt- húsmannakjör eða afkomu hús- manna um langa framtíð. Vigfús var vel gefinn piltur, skapfastur, rólyndur og mannvænlegur, sem sjálfur presturinn hafði mikið dálæti á. Næsta dag kom Bergur boð- um til prestsins, að finna sig að Stakkagerði, er hann ætti erindi niður í kauptúnið. Það var séra Jón J. Austmann, sem fengið hafði Ofanleiti árið 1827, eftir dauða séra Snæbjarnar Björns- sonar. Erindi það, sem Bergur bóndi Brynjólfsson átti við prestinn, var að biðja hann að vera milligöngumann og bjóða Guðfinnu húsfreyju Stakka- gerðisjörðina til ábúðar. Sjálfur bauðst Bergur til að flytja burt af jörðinni og láta notin af henni með öllu afskiptalaus. Árið 1829 settist Guðfinna húsfreyja að á Stakkagerðis- jörðinni með soninn Vigfús og ,,fyrirvinnuna“ sína Jón Gísla- son. Sjálfur réðist Bergur Brynjólfsson, þá nær sjötugur að aldri, vinnumaður til Sigurð- ar Breiðfjörðs beykis og skálds,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.