Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 81
B L I K
79
Landakirkju. Hann kaus heldur
að fara heim til Eyja og starfa
þar. Þar var honum einnig boðið
hærra kaup en í Eyjafirði, eða
50 aura á tímann, en aðeins 45
aura fyrir norðan. 1 Eyjum
bjuggu líka vinir Engilberts og
kunningjar og þetta allt réð á-
kvörðun hans um að hverfa aft-
ur heim til Eyja. Hann dvaldist
svo hér fram á vorið 1904. Hafði
hann þá lokið við að mála innan
kirkjuna. Þetta ár fluttist hann
síðan til Reykjavíkur og dvaldist
þar við málarastörf í 6 ár. Árið
1910 fluttist hann til Eyja aftur
og hefir búið og starfað hér alla
tíð síðan.
Snemma hneigðist hugur
Engilberts Gíslasonar að listum
og meðferð lita. Málaralistin
varð hugðarmál hans. Þegar á
æskuskeiði hans veitti fólk því
athygli, hversu listfengi hans
var áberandi. Nokkrir útlend-
ingar, sem komu þá hingað til
Eyja, urðu þessa líka áskynja
af tilviljun. Þeir sendu svo þess-
um íslenzka drenghnokka mál-
araliti. Það voru fyrstu litirnir,
sem hann eignaðist. Þá var
Engilbert Gísiason 12 ára gam-
all. Aldrei gafst honum þó kost-
MYNDIN TIL VINSTRI:
Fögruvellir i Eyjum. — „Gamli og nýi
timinn“ hlið við hlið. Sigurður Vigfús-
son (Siggi Fúsa) á gamals aldri fyrir fram-
an bœ sinn Fögruvelli. — Myndin er
tekin af einu málverki Engilberts Gisla-
sonar.
ur á að læra málaralist. En nátt-
úran hefir reynzt honum sem
svo mörgum öðrum náminu
ríkari.
Á árum sínum erlendis heill-
aðist Engilbert Gíslason m. a.
af náttúrufegurð og varð nátt-
úruunnandi og skoðari, eins og
svo margir listhneigðir menn
gæddir listagáfu. Eins og ég gat
um, leitaðist hann þá við, er
hann gat því við komið, að skoða
málverkasöfn og öðlast skilning
á listaverkum þar. Engilbert
Gíslason hefir sagt frá því á
prenti, að eiginlega hafi hann
aldrei haft ánægju af lífsstarfi
sínu, málaraiðninni, þó að hann
hafi reynt að inna þau störf af
hendi af trúmennsku. Ríkasti
þátturinn í hneigðum hans mun
hafa verið málaralistin, þó að
hann lærði aldrei þá listgrein,
og svo teikning. Á árum sínum
í Kaupmannahöfn átti hann þess
kost að stunda betur og læra
meir teikningu en hann gerði og
tregar hann þá vanrækslu sína
alla tíð, og skilur þó reyndar
ekki sjálfur ástæðuna fyrir
þeirri vanrækslu sinni, eins og
hann hafði þá gaman af teikn-
ingu, en hyggur helzt, að vinnu-
þreyta hafi hér mestu valdið um,
sem sé hinn langi vinnutími við
málaraiðnina. Með þessari við-
urkenningu sinni um vanræksl-
una í æsku, hvetur Engilbert
raunar æskulýð Eyjanna til að
glæða með ástundun þann