Blik - 01.05.1958, Page 90
88
B L I K
SVEINSSTAÐIR í EYJUM. — Sveinsstaði byggði Sveinn Jónsson trésmiður 1893.
Sveinn var fœddur að Steinum undir Eyjafjöllum 19. april 1862. Kona Sveins var Guð-
rún Runólfsdóttir frá Grindavik, f. 26. nóv. 1862. — A myndinni f. v.: 1. Guðrún
Runólfsdóttir húsfreyja, með (2) Ársœl Sveinsson (f. 31. des. 1893), son peirra hjóna,
i keltu sér. Arsœll er nú einn af kunnustu útgerðarmönnum hér i Eyjum og er 'iú
forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. 3. Sveinn Jónsson trésmiður. 4. Sveinn Magnús
Sveinsson, kenndur við Völund i Reykjavik og var eigandi hans, f. 19. okt. 1891.
5. Júlíana Sveinsdóttir listmálari, f. 1. júli 1889. 6. Sigurveig Sveinsdóttir húsfreyja, f.
10. jan. 1887. Fimmta barn peirra hjóna er Sigurður bifreiðarstjóri og kaupmaður hér
i Eyjum, f. 1898.
—□-----------
„Stjarna vonarinnar“ var að
leggja af stað frá Básaskers-
bryggjunni til Þorlákshafnar.
Nokkrir farþegar voru með
bátnum. Oflátungur nokkur kom
skundandi fram á bryggjubrún-
ina og hrópaði drýldin: „Er
Örkin hans Nóa ekki fullskipuð
ennþá?“ Þá gall við kvenmanns-
rödd: „Nei, það vantar asnann,
gerðu svo vel“.
—□------------
Jón: Ja, það get ég fullyrt,
að ráðvendni borgar sig bezt.
Karl: Nú, hver er sönnun
þess?
Jón: Jú, ég fann hund á förn-
um vegi og reyndi að selja hann
fyrir tíu krónur, en enginn vildi
kaupa. Þá fór ég heim til eig-
andans með hundinn og eigand-
inn greiddi mér tuttugu krónur
í fundarlaun.