Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 94
92
B L I K
Gömul skjöl
Samningur um byggingu Landakirkju 1774
Samkvæmt bréfi hins konung-
lega Westindiske-Guineiske-
Rente- og General-Told-Kamm-
ers dags. 14. desember 1773 til
hins konunglega byggingaryf-
irráðs f. h. hinnar háu ráðuneyt-
isdeildar og með nánara sam-
þykki hins hæstvirta stjómar-
ráðs, þá hefi ég, Georg Davíð
Anthon, byggingameistari hans
konunglegu hátignar, annars
vegar, og ég, Christopher Berg-
er, óháður múrarameistari í
Kaupmannahöfn, hinsvegar,
gjört samning varðandi múr-
undirstöður og byggingu kirkju
í Vestmannaeyjum við Island.
1.
Ég, Christopher Berger, skuld-
bind mig til að ferðast héðan til
Vestmannaeyja við Island og
byggja þar kirkju að undirstöð-
um og veggjum úr steini með að-
stoð bróður míns, Johanns
Georgs Bergers, múrarasveins,
sem fer héðan með mér. Kirkju-
bygging þessi skal vera 27,5 áln-
ir á lengd, 16 álnir á breidd og
8 álnir á hæð frá grunnfleti til
efri brúnar á bitum. Undirstöð-
ur byggingarinnar í jörðu skulu
á alla vegu vera tveggja álna
háar upp að grunnfleti, en þykkt
2,5 álnir á hliðum, og 2 álnir á
göflum. Múrveggir hliðanna á
byggingunni skulu vera 2 álnir á
þykkt, en gaflanna, 1,5 álnir upp
að ræfurbitum, og fyrir ofan þá
einungis ein alin á þykkt. Allir
skulu veggirnir gjörðir af not-
hæfu, tilhöggnu grjóti, sem fæst
í landinu. Veggirnir skulu múr-
húðaðir beggja vegna. I kirkj-
unni skal undirstaða altarisins
múruð og kirkjugólfið inn að
kórnrnn lagt Flensborgarmúr-
steinum á rönd. Einnig skulu
allir bogar yfir gluggum og úti-
dyrum gjörðir af samskonar
múrsteinum og þeim komið fyrir
á sama hátt. Þá skal einnig
koma fyrir á sínum stöðum 6
járngluggum, 2 trégluggum og
einum plankahurðarkarmi með
einum glugga yfir. Allt skal
þetta múrað fast. Verk þetta
skal allt gjört óaðfinnanlega og
af ýtrustu vandvirkni og í sam-
ræmi við hina kröfuvægustu,
samþykktu teikningu.
2.
Allt grjót, sem þörf er á og
notandi er, sé ég sjálfur, Christ-
opher Berger, um að útvega á