Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 66
64
B L I K
þess, hve mikið hann drakk, var
hann alltaf fátækur. Nú var það
á aðfangadag jóla, að Pétur kom
heim og var töluvert mikið
drukkinn. Hann hafði farið nið-
ur í bæinn til að kaupa jólagjaf-
ir handa konunni og börnunum,
en lent um leið hjá gömlum fé-
lögum sínum og drukkið nokkuð
mikið, Nú var pabbi kominn
heim og þótt hann væri ölvaður,
þá vissu bömin, að hann var
með eitthvað handa þeim. Jóla-
tréð litla stóð tilbúið á borð-
inu, og það leið heldur ekki á
löngu, að pabbi kæmi með kerta-
pakka upp úr vasanum og setti
kerti á tréð, en það mátti ekki
kveikja á því, fyrr en klukkan
væri orðin 6. Það vissu börnin
ósköp vel, og eins vissu þau, að
jólagjafimar fengju þau ekki
fyrr, því að mamma lá á sæng
og þessvegna varð pabbi að
hugsa um jólin fyrir bömin.
Undir kvöldið fór Pétur út, en
sagðist mundu koma fljótlega
heim aftur. En kvöldið leið og
hann kom ekki. Börnin fóru að
hátta og sofa. Einhvemtíma um
nóttina, mun hann þó hafa kom-
ið heim, en þá voru allir háttað-
ir og sofnaðir. Samt varð konan
eitthvað vör við hann. Enginn
veit, hvað hann var lengi heima,
því að hann fór aftur út. Um
nóttina varð fólk í næsta húsi
vart við, að eldur var kominn
upp í húsi Péturs. Var þá kallað
í brunaliðið, en það var um sein-
an. Þó var hægt að bjarga kon-
unni og ungbaminu, en hin tvö
börnin brannu inni.
Daginn eftir vaknaði Pétur
niðri í skúrgarmi, er hann hafði
sofið í um nóttina. Hann flýtti
sér heim, því að það fyrsta, sem
hann fann í vasa sínum, var ein
jólagjöfin, sem hann haf ði keypt
daginn áður. Nú ætlaði hann að
gefa þeim gjafirnar, en það fór
öðru vísi en hann bjóst við. Þar
sem heimilið hans var daginn
áður, vom nú aðeins branarúst-
ir. Nágranni hans sagði honum,
ihvemig komið var, og nokkrum
dögum seinna dó konan hans.
Lengi á eftir mátti sjá Pétur
sitja á rústunum og horfa í
gaupnir sér. Hann fór að verða
eitthvað utan við sig, hætti að
raka sig og hirða, varð skítugur
og rifinn. Hann flakkaði um bæ-
inn svartur af skít. Hann spark-
aði í allar tómar flöskur, sem
hann sá á götunni. Allir krakkar
voru hræddir við hann. Þó var
hann ekkert vondur. En hann
mátti aldrei sjá loga á jólatré.
Sumir halda, að það sé af því,
að hann hafi kveikt á jólatrénu
heima hjá sér nóttina, sem hann
kom heim, en gleymt að slökkva
á því, þegar hann fór út og svo
hafi kviknað í út frá því. En
hvað um það, eftir þetta var
hann alltaf kallaður Svarti-Pét-
ur.“
Jón gamli þagnaði og leit á
börnin. Það blikuðu tár í aug-