Blik - 01.05.1958, Blaðsíða 58
56
B L I K
en hljóp þó hraðar en ég. Er við
höfðum hlaupið nokkurn spöl,
fór bóndinn að stinga við. Síðan
hlikkjaðist hann til og frá, eins
og fæturnir væru að bila undir
honum. Síðast steinlá hann og
lá hreyfingarlaus. Þegar ég kom
til hans, heyrði ég, að hann bölv-
aði mér mikið. Þegar ég spurði
hann, hvað gengi að honum,
sagði hann: Bölv.... tripp....
þitt, þú hefir haft allt of langa
nagla í skóna.
Eftir þetta lá bóndinn í rúm-
inu í nokkra daga, áður en hann
gat farið að ganga aftur, því að
flestir naglanna höfðu rekizt
upp í lappirnar á honum. Ég
hét því að láta ekki ráða mig
til að sóla skó aftur.
Kristinn Baldvinsson
III. bekk bóknáms.
Vonbrigði í ástum
Jakob vaknaði laugardags-
morgun við það, að sólin skein
inn um gluggann. Hann fór leti-
lega að klæða sig. Þegar hann
var búinn að klæða sig í flest öll
fötin, finnur hann ekki annan
sokkinn sinn. Loksins tekur hann
eftir því, að hann hefur far‘ð í
báða sokkana á sama fótinn.
Nú kallar faðir hans í hann og
segir, að hann verði að flýta sér,
ef hann eigi að vera búinn að
slá túnið fyrir sunnudaginn.
Já, hann varð að vera búinn
með það fyrir morgundaginn,
því að hann ætlaði að h'tta
Gunnu, sem hann var orðinn
mjög ástfanginn af. Hún var
vinnukona í Hvammi. Það var
um 20—25 mínútna gangur milli
bæjanna.
Hann sló og sló. Hann var
orðinn hræddur um, að hann
myndi ekki ljúka verkinu fyrir
morgundaginn. Svitinn rann í
dropatali niður vangana. Jú,
loksins var hann búinn.
Sunnudagurinn rann upp. Það
var drungi í lofti og súld yfir
f jallinu. Hann bað guð í hljóði
að gefa gott veður. Hann var
bænheyrður. Upp úr miðdegi
greiddi til í lofti, regnhoginn
sýndi sig, svo drottnaði sólin
yfir öllu.
„Guð, ég þakka þér“, hvíslaði
drengurinn og lét þess getið, að
hann skyldi alltaf vera góður
og guðhræddur. Hann ætlaði
aldrei að sparka í kýrnar, aldrei
að sneypa hundinn Sám og
aldrei að svara mömmu sinni
skætingi. Aftur á móti ætlaði
hann að kaupa henni í kjól fyrir
reifið af Snotru. Pabba sínum
vildi hann gefa vasahníf til að
marka með lömbin, og Sámur
skyldi fá vel smurða blóðmörs-
sneið. Hann bað um sparifötin
sín; kvaðst ætla að skreppa bæj-
arleið; það væri veður núna til
að viðra sig. Hann þvoði sér vel
og vandlega, skóf undan nögl-
unum, bar brilliantín í hárið og