Þjóðmál - 01.12.2016, Page 5

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 5
RITSTJÓRNARBRÉF Gleðilegjól og farsælt komandi ár „Maður nútímans á erfitt með að skilja, að það sé einhvers virði, sem ekki þarf að kaupa eða klófesta. Hann getur svo mikið sjálfur. Er það ekki þess vegna, sem kristin trú er svo lítils metin af mörgum? Hún er rétt eins og sólin, sem bara gefur geislana sína og heimtar ekkert annað en að fá að lýsa og verma og gefa líf." Þannig komst Sigurbjörn Einarsson biskup í predikun á öðrum degi jóla í Hallgrímskirkju árið 2002. í hraða nútímans höfum við tekið siði Bakkabræðra sem byggðu sér bæ en gleymdu gluggunum. Bræðurnir töldu sig geta bjargað málum með því að bera sólarljósið inn bæinn. „Þeir hefðu auðvitað keypt slatta af sólargeislum, ef þeir hefðu verið auglýstir til sölu," sagði Sigurbjörn Einarsson: „En það er ýmislegt, sem Guð áskilur sér að gefa, bara gefa, og öllum jafnt, því allir eru sömu öreigar í raun. Eða öllu heldur: Eigendur sama auðs, ef þeir þekkja hann og þiggja." Á aðventunni er öllum hollt að minnast þess að enginn kaupir eða gleypir sólina -,,hún skín á mann, ef glugginn gleymist ekki". Hvorki tæknibrellur eða peningar tryggja okkur hamingju eða lífsfyllingu. Glugginn þarf að vera opinn - hjartað tilbúið til að meðtaka sólina af auðmýkt. „Trúin sem við eigum, kristnir menn, hún er ekkert að miklast af, hún er ekkert annað en að við viljum lofa Guði að lýsa á gluggann, inn í hjartað." Þjóðmál óska lesendum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 3

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.