Þjóðmál - 01.12.2016, Page 7

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 7
tilefni sendi Guðni Th. Jóhannesson frá sér tilkynningu þar sem sagði: „Nú eru liðnar tæpar fjórar vikur síðan gengið var til alþingiskosninga. Tveir flokksleiðtogar hafa fengið umboð til stjórnarmyndunar, fyrst Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, svo Katrín Jakobsdóttir, formaðurVinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Bæði þreifuðu fyrir sér um ýmsa kosti, bæði boðuðu til formlegra viðræðna um mynd- un nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihluta á þingi. í fyrradag tilkynnti Katrín mér að bundinn hefði verið endi á viðræðurfulltrúa fimm flokka um stjórnarsamstarf. í framhaldi af því bað ég hana að kanna hvort grundvöllur væri fyrir frekari stjórnarmyndunarviðræðum undir hennar stjórn. í gærkvöldi tjáði hún mér að svo væri ekki, eins og sakir stæðu að minnsta kosti. Fyrr í morgun kallaði ég hana því á minn fund hér á Bessastöðum þar sem við ræddum stöðu mála áfram og hún skilaði umboði mínu til stjórnarmyndunar. f beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar. í Ijósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróastfrá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið. Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar. í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við. Ég nefni jafn- framt þá brýnu nauðsyn að kalla þing senn saman. Vitaskuld væri æskilegast að samkomulag um nýja ríkisstjórn lægi fyrir við þingsetningu. Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum." Þriðjudaginn 29. nóvember, þegar stjórnmálamenn höfðu enn formlega „frjálsar hendur" sendi forseti frá sér þessa tilkynningu: „Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs hafa tjáð forseta íslands að samkomulag hafi náðst um að kannaður verði möguleiki á samstarfi þessara flokka í ríkisstjórn. Fari svo að sátt náist um þá niðurstöðu verður í beinu framhaldi leitað viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild að þeirri stjórn. Forseti fylgist náið með þróun þessara viðræðna og væntir þess að komist verði að niðurstöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar innan skamms." Af þessari tilkynningu má ráða að forseti hafi bundið vonir við að samkomulag tækist milli formanna Sjálfstæðisflokks og VG. II. Vonirforseta íslands urðu að engu því að föstudaginn 2. desember fól forseti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndun. Forseti sendi frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem sagði: „Nú er liðinn rúmur mánuður síðan gengið var til Alþingiskosninga. Ríkisstjórn landsins missti þá meirihluta sinn á þingi og baðst lausnar. í kjölfarið kallaði ég á minn fund leiðtoga eða fulltrúa þeirra flokka sem eiga sæti á ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 5

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.