Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 11
• Sjálfstæðisflokkurinn fékk 29,1 % (+2,3%)
og 21 (+2) þingmann.
• Vinstri hreyfingin - grænt framboð (VG)
fékk 15,8% (+5%) og 10 þingmenn (+3).
• Píratar fengu 14,4% (+9,4%) og 10 (+7)
þingmenn.
• Framsóknarflokkur fékk 11,5% (-12,9%)
og 8 (-11) þingmenn.
• Viðreisn fékk 10,4% fylgi og 7 þingmenn
- nýrflokkurá þingi.
• Björt framtíð (BF) fékk 7,2% (-1 %) og 4
(-2) þingmenn.
• Samfylking fékk 5,8% (-7,2%) og 3 (-6)
þingmenn.
Þessar tölur sýna hvers vegna svona erfitt
reynist að berja saman ríkisstjórn. Enginn
tveggja flokka kostur er í myndinni. Til þess
skortir sjálfstæðismenn og VG einn þing-
mann. Sjálfstæðismenn geta myndað þriggja
flokka stjórn í mörgum mynstrum.
Viðreisn og BF hafa samflot í stjórnar-
myndunarviðræðunum og hafa því
sameiginlega 11 þingmenn á hendi. Sá
fjöldi dugartil að mynda meirihlutastjórn
með Sjálfstæðismönnum. Margt bendirtil
að Bjarni Benediktsson ætli ekki að segja
skilið við samstarfsmenn sína í Framsóknar-
flokknum fyrr en í fulla hnefana og vilji því
gjarnan hafa þá með í stjórn með Viðreisn og
BF eða með VG.Tillaga um það hefurgreini-
lega verið of stór biti að kyngja til þessa fyrir
viðmælendur Bjarna.
Að sjálfsögðu verðurekki mynduð
ríkisstjórn margra flokka að þessu sinni frekar
en endranær án þess að flokkarnir slái af
stefnu sinni og fallist á málamiðlanir.
Einkennilegast er að deilt sé um ESB-
aðildarmálið á þeim grunni að efna beri til
þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort haldið
skuli áfram aðildarviðræðum þar sem
frá var horfið í janúar 2013 þegar Össur
Skarphéðinsson, þáv. utanríkisráðherra, setti
viðræðurnará ís.
Hvers vegna er þetta svona einkennilegt?
Nefna má þrjár ástæður: I.Viðræðunum
hefur verið slitið og umsóknin afturkölluð.
2. Viðræðurnar voru reistar á röngum grunni
þar sem umsóknin tók mið af því að ekki yrði
um aðlögun á viðræðutímanum að ræða.
3. Viðræðurnar strönduðu vegna þess að
íslendingar kröfðust fullveldis yfir 200 mílna
efnahagslögsögunni.
ESB-aðildarsinnar viðurkenna ekki réttmæti
þess sem segir undir töluliðum 1. og 2. Þeir
telja jafnframt að íslendingar verði ekki að
beygja sig undir sameiginlega fiskveiðistefnu
ESB sem er hluti af sáttmálaskyldum ESB-
ríkjanna. Aðildarsinnar neita einfaldlega enn
að horfast í augu við staðreyndir og mála
sig út í horn. Viðreisn var stofnuð úti í þessu
horni og virðist ekki vilja láta bjarga sér
þaðan.
Þetta er það sem snýr að íslendingum í
ESB-málinu. Hvað sem því líður er staðan
þannig innan ESB um þessar mundir að
enginn ráðamanna þar hefur minnsta áhuga
á að taka upp þráðinn í samtali við íslendinga
um aðild. Brusselmenn standa vaktina dag
og nótt til að halda ESB-skútunni á réttum kili
og aðildarríkin eiga nóg með sig.
V.
í fréttatíma ríkisútvarpsins í hádeginu 8.
desember veltu fréttamenn fyrir sér hvort
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra
starfsstjórnarinnar, flytti áramótaávarpið 31.
desember 2016, þá hefði ekki enn tekist að
mynda stjórn. í orðaskiptunum fólst mat á
stöu stjórnarmyndunarviðræðnanna undir
forsytu Birgittu Jónsdóttur. Þau endur-
spegluðu einnig að fjölmiðlamenn sýndu
Birgittu meiri þolinmæði en öðrum og gengu
ekki hart að henni með sþurningum um
tímamörk.
Alþingi kom saman þriðjudaginn 6.
desember og Bjarni Benediktsson, starfandi
fjármála- og efnahagsmálaráðherra, lagði
sama dag fram fram frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 2017. Steingrímur J. Sigfússon
(VG) var kjörinn forseti alþingis, Haraldur
Benediktsson (Sjálfstæðisflokki) formaður
Ijárlaganefndar og Benedikt Jóhannesson
(Viðreisn) formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar. Fleiri þingnefndir voru ekki kjör-
nar enda lögð áhersla á að allt væri þetta
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 9