Þjóðmál - 01.12.2016, Side 18
Fylgi Samfylkingar 1999-2016
R-listinn fyrirmyndin
Vinstri flokkunum tókst að taka höndum
saman í þrennum borgarstjórnarkosningum
frá árinu 1994. í upphafi stóðu Alþýðuflokkur,
Alþýðubandalag, Framsóknarflokkur, Samtök
um kvennalista og Nýr Vettvangur, að baki
Reykjavíkurlistanum. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir var borgarstjóraefni og settist
í stól borgarstjóra eftir kosningasigur árið
1994.
Árangur R-listans:
1994:
1998:
2002
53,0%
53,6%
52,6%
Sameining vinstri manna gerði þeim kleift
að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í
Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alla
tíð verið með meirihluta í borgarstjórn að
undanskyldum fjórum árum - 1978 til 1982.
Með nokkurri einföldun má halda því fram
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hægt og bítandi
misst fótanna í Reykjavíkfrá því að R-listinn
náði meirihluta 1994. Flokkurinn hefuraldrei
náð fyrri styrk og er vart svipur hjá sjón. í
borgarstjórnarkosningunum 2014 fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn aðeins 25,7% atkvæða.
Árið 1994 lýsti Jón Baldvin Hannibals-
son, utanríkisráðherra og formaður
Alþýðuflokksins, R-listasamstarfinu sem
„merkilegri pólitískri tilraun". Ólafur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins
taldi sigur framboðsins fela í sér að„nýr
hugmyndagrundvöllur" hafi fest sig í sessi.
í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í
Morgunblaðinu 1. júní 1994, kemur fram að
talsmenn R-listans og þeirra flokka sem að
honum stóðu, séu ekki á einu máli um það
segja sem
svo, að
reynslan
muni skera
úr um, hvort
framhald verði
á slíku sam-
starfi, hvort sem
er í sveitarstjórn-
armálum, eða á lands-
vísu. Þeir sem vilja lesa
dýpra í samstarf flokkanna,
telja að hér gæti verið í burðar-
liðnum, vísir að tveggja flokka stjórnmála-
kerfi á íslandi, þar sem valkostirnir væru
skýrir og pólitísk skil skörp: annars vegar
Sjálfstæðisflokkur og hins vegar nýr vinstri
flokkur, sem til yrði úr flokkunum fjórum
sem að R-lista standa."
Framsóknarflokkurinn var innan vébanda
R-listans en fáir Framsóknarmenn töluðu
fyrir sameiningu við vinstri flokkanna. Aðrir
létu sig dreyma. Augljóst er að velgengnin í
Reykjavík varð til að auka líkurnar á að vinstri
mönnum tækist loks að taka höndum saman
í landsmálunum.
Bjartari tímar eftir áfall
Þótt fæðing sameinaðar fylkingar vinstri
manna hafi verið erfið og úrslit kosninganna
1999 verið áfall, voru bjartari tímar framundan
16 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016