Þjóðmál - 01.12.2016, Page 28

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 28
Fovro i /i c'»_____ Þaöþyi-ft, tilaöfamiff afturí f stjommal hana í 1 -2. sæti - vildu að hún yrði oddviti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Þegar Davíð Oddsson gaf fyrst kost á sér vegna alþingiskosninganna 1991 fékk hann 55,5% atkvæða í fyrsta sæti og liðlega 90% atkvæða í heild. Greið leið Þorgerðar Katrínar Hanna Birna Kristjánsdóttir er langt í frá að vera eina konan sem vegnað hefur vel í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Þegar litið ertil árangurs kvenna í prófkjörum Sjálf- stæðisflokksins síðasta aldarfjórðung, er niðurstaðan sú að meiri líkur séu á að konum, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður, ráðherra og þingmaður Sjálfstæð- isfiokksins, erdæmi um velgengni kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Hún hlaut strax brautargengi og var ráðherra eftir örfá ár á þingi. íoktóber 2015 varhún í viðtali við Fréttablaðið. sem eru að stíga sín fyrstu skref í stjórn- málum, vegni vel en körlum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gott dæmi. Þorgerður Katrín var fyrst kjörin á þing árið 1999, þá sem þingmaður Reykjanes- kjördæmis. í prófkjöri fyrir kosningarnar - í fyrstu tilraun - náði hún fjórða sæti með 50% atkvæða og liðlega 69% heildar- atkvæða. Hún skaut tveimur sitjandi þingmönnum ref fyrir rass.Tvær konur voru í fjórum efstu sætunum. Þorgerður Katrín var 34 ára. Fjórum árum síðar varð Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og tveimur árum eftir það var hún kjörin varaformaður Sjálf- stæðisflokksins. Árið 2006 hlaut Þorgerður Katrín yfir- burðakosningu í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins - fékk 81 % atkvæða í fyrsta sæti og 94% atkvæða í heild. Bjarni Benedikts- son var í öðru sæti. Þrjár konur voru í sex efstu sætunum; Ragnheiður Elín Árnadóttir í fimmta sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir í því sjötta. Þær voru báðar nýliðar og náðu kjöri á þing. Þorgerður Katrín var í öðru sæti í prófkjöri fyrir kosningarnar 2009, en þá hafði Bjarni Benediktsson tekið við sem formaður Sjálf- stæðisflokksins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir náði þriðja sæti. Þrjár konur voru meðal sex efstu. Bjarni Benediktsson var oddviti. Þorgerður Katrín ákvað að láta af embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins 2010 og gaf ekki kost á sér í þingkosningunum árið 2013. í yfirlýsingu sagði hún: Fáir stjórnmálamenn hafa fengið meiri frama en Þorgerður Katrín innan Sjálfstæðisflokksins. Hún náði strax inn á þing, varð ráðherra nokkrum áður síðar og þar var gengið framhjá mörgum reyndum þingmönnum og loks var hún kjörin varaformaður. 26 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.