Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 30

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 30
„Mér er efst í huga þakklæti, til þeirrar breiðfylkingar sjálfstæðismanna, sem ég hef starfað með og hitt fyrir á þeim árum sem ég hef verið í stjórnmálum." Fáir stjórnmálamenn hafa fengið meiri frama en Þorgerður Katrín innan Sjálfstæðis- flokksins. Hún náði strax inn á þing, varð ráðherra nokkrum áður síðar og þar var gengið framhjá mörgum reyndum þingmönnum og loks var hún kjörin varaformaður. Það kom því eðlilega illa við marga stuðningsmenn hennar þegar hún virtist tala niður glæsilega feril í viðtali við Fréttablaðið í október 2015 en þar sagði hún meðal annars: „Flokkurinn, í Ijósi sögunnar, hefur alltaf látið sér nægja að hafa einhverja eina konu einhverstaðar sem ákveðna fjarvistar- sönnun fyrir því að það sé bara allt í lagi." í tilefni af þessum orðum sagði Vefþjóðviljinn 4. október 2015: „Hvernig á að skilja þetta? Var eitthvað samsæri gegn konum í Sjálfstæðisflokknum á meðan Þorgerður Katrín var þingmaður hans, varaformaður og ráðherra? Tóku bæði karlar og konur þátt í því? Og hvaða konur voru þetta sem notaðar voru sem „fjarvistarsannanir"?" Með orðum sínum var Þorgerður Katrín ekki aðeins að gera lítið úr glæsilegum eigin árangri heldurallra annarra kvenna innan Sjálfstæðisflokksins. Hún gaf þeirri skoðun undirfótinn að konur hafi ekki náð embætti borgarstjóra, orðið ráðherrar eða komist til æðstu metorða hjá Sjálfstæðisflokknum, vegna eigin ágætis heldur vegna þess að verið væri að búa til „fjarvistarsönnun". Erfitt er að finna dæmi um að konur hafi fengið kaldari og meira niðurlægjandi kveðjur. Stjórnmál út frá kynferði Sigríður Andersen þingmaður Sjálf- stæðisflokksins skrifaði pistil á heimasíðu sína - sigridur.is -11. september um meint kvennavandræði Sjálfstæðisflokksins. Þar sagðist Sigríður ekki finnast það„spennandi Hún gaf þeirri skoðun undir fótinn að konur hafi ekki náð embætti borgar- stjóra, orðið ráðherrar eða komist til æðstu metorða hjá Sjálfstæðis- flokknum, vegna eigin ágætis heldur vegna þess að verið væri að búa til „fjarvistarsönnun". Erfitt er að finna dæmi um að konur hafi fengið kaldari og meira niðurlægjandi kveðjur. að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks": „Ég held að flestir geri skýran greinar- mun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sam- mála, fremur en samkynja." Síðar veltir Sigríður fyrir sér þætti Þorgerðar Katrínar í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi, sem var tilefni yfirlýsinga framkvæmdastjórnar LS á laugardagskvöldi: „í sumar gengu miklar sögur um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirfyrrum vara- formaðurflokksins myndi gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í suðvesturkjördæminu. Hafði það neikvæð áhrif á einhverjar konur sem voru að hugsa sér til hreyfings? Ég vona ekki." Samkvæmt heimildum Þjóðmála áttu flestir sjálfstæðismenn von á því að Þorgerður Katrín gæfi kost á sér í prófkjörinu. Þannig hafði hún samband við áhrifafólk í kjördæminu til að kanna jarðveginn fyrir framboði og átt samtöl við konur og karla innan við sólarhring áður en framboðsfrestur rann út. Fullyrða má að von Sigríðar um að sögur af hugsanlegu framboði fyrrverandi varaformanns hafi ekki haft áhrif á aðrar konur, sé ekki á traustum grunni. Eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út en nokkrum dögum fyrir prófkjörið tilkynnti Þorgerður Katrín að hún hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og ætlaði í framboð fyrir Viðreisn. Margir sjálfstæðis- menn í Suðvesturkjördæmi reiddust þessum 28 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.