Þjóðmál - 01.12.2016, Side 32
Konur í sveitastjórnum
Konur hafa átt upp á pallborðið í sveitar-
stjórnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Áður hefur
verið bent á framgang Hönnu Birnu Kristjáns-
dóttur sem varð borgarstjóri.
Aldís Hafsteinsdóttir, leiðtogi sjálfstæðis-
manna í Hveragerði er þar einnig bæjarstjóri.
Ásdís Halla Bragadóttir var bæjarstjóri í
Garðabæ, en ákvað á hætta afskiptum af
stjórnmálum og snúa sér að viðskiptalífinu.
Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði og formaður bæjar-
ráðs. Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi og oddviti. Ásthildur
Sturludóttir er bæjarstjóri íVesturbyggð og
þar gengur svo vel að ekkert framboð kom
gegn Sjálfstæðisflokknum við síðustu sveitar-
stjórnarkosningar. Á Sauðárkróki er oddvit-
inn kona - Sigríður Svavarsdóttir er forseti
sveitarstjórnar.
Konur eru víða í trúnaðar- og ábyrgðar-
stöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Laufey
Rún Ketilsdóttir er formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna, Aldís Hafsteinsdóttir
er formaður sveitarstjórnarráðs, og Kristín
Edwald er formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík.
Gott að vera kona
Um það verður ekki deilt að konur hafa þurft
að hafa fyrir hlutunum innan Sjálfstæðis-
flokksins líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum
og almennt í þjóðlífinu. En það er fráleitt að
halda því fram eða gefa í skyn að jafnréttis-
baráttan hafi reynst konum erfiðari innan
Sjálfstæðisflokksins en í öðrum flokkum eða
á öðrum sviðum samfélagsins. Þvert á móti
hefur flokkurinn verið leiðandi í jafnréttis-
baráttunni. Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta
konan sem var kjörin á Alþingi. Hún var þing-
maður íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðis-
flokksins. Fyrsta konan til að gegna embætti
borgarstjóra var Auður Auðuns. Hún varð
fyrst íslenskra kvenna til að setjast í ráðherra-
stól - 1970. Auður markaði þannig djúp spor
íjafnréttisbaráttuna og varfyrsta konan til
að Ijúka lögfræðiprófi frá Háskóla íslands
árið 1935. Ragnhildur Helgadóttir var fyrsta
konan til að verða þingforseti (1961).
í fyrsta prófkjöri flokksins árið 1970 var
aðeins ein kona meðal tíu efstu. En öflugar
konur ruddu brautina. Auður Auðuns,
Ragnhildur Helgadóttir, Elín Pálmadóttir,
Salóme Þorkelsdóttir og Sólveig Péturs-
dóttir, svo nokkrar af fjölmörgum konum
séu nefndar, sóttu ekki fram í stjórnmálum
vegna þess að þær væru konur heldur vegna
þess að þær voru öflugir stjórnmálamenn
með skýrar skoðanir. Hið sama á við um þær
konur sem hafa á síðustu árum haslað sér völl
á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og skipa nú
forystusveit flokksins.
Viðbrögð fyrrverandi forystukvenna
í Landssambandi sjálfstæðiskvenna við
niðurstöðu prófkjörs í Suðvesturkjördæmi
og síðar Suðurkjördæmi, gerir lítið úr
árangri kynsystra þeirra á undanförnum
áratugum.Tilgangurinn virðist hafa verið sá
að valda Sjálfstæðisflokknum eins miklum
skaða í aðdraganda kosninga og hægt
var.Tilgangurinn náðist ekki. Sjálfstæðis-
flokkurinn var sigurvegari kosninganna og
bætti við sig fylgi.
Elsa B. Valsdóttir læknir hefur lengi verið
virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og tók meðal
annars þátt í að stofa hreyfingu innan
flokksins - Sjálfstæðar konur. f viðtali við
Fréttatímann 16. september vísaði Elsa á bug
skoðunum um að konum hafi verið„hafnað"
í prófkjörum flokksins vegna þess að þær
væru konur. Flokksmenn hafi verið að leggja
„mat á störf þeirra þingkvennanna sem féllu í
prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Þær hafi ekki
fallið vegna þess að þær voru konur, fremur
en þærvoru upphaflega kosnarvegna þess".
„Það er gott að vera kona í Sjálfstæðis-
flokknum, það hefur verið gæfa flokksins
að falla ekki í kynjakvótagildruna og konur
standa jafnfætis körlum í flokknum."
„Prófkjör eru eftir sem áður besta og
lýðræðislegasta leiðin til að velja á lista.
Flokksmenn leggja þar mat á það hverjir
eigi að vera í framboði fyrir flokkinn. Ef
þetta er það sem flokksmenn vilja, þá
verðum við að una því."
30 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016