Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 32

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 32
Konur í sveitastjórnum Konur hafa átt upp á pallborðið í sveitar- stjórnum hjá Sjálfstæðisflokknum. Áður hefur verið bent á framgang Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur sem varð borgarstjóri. Aldís Hafsteinsdóttir, leiðtogi sjálfstæðis- manna í Hveragerði er þar einnig bæjarstjóri. Ásdís Halla Bragadóttir var bæjarstjóri í Garðabæ, en ákvað á hætta afskiptum af stjórnmálum og snúa sér að viðskiptalífinu. Rósa Guðbjartsdóttir er oddviti sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði og formaður bæjar- ráðs. Ásgerður Halldórsdóttir er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og oddviti. Ásthildur Sturludóttir er bæjarstjóri íVesturbyggð og þar gengur svo vel að ekkert framboð kom gegn Sjálfstæðisflokknum við síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Á Sauðárkróki er oddvit- inn kona - Sigríður Svavarsdóttir er forseti sveitarstjórnar. Konur eru víða í trúnaðar- og ábyrgðar- stöðum innan Sjálfstæðisflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Aldís Hafsteinsdóttir er formaður sveitarstjórnarráðs, og Kristín Edwald er formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Gott að vera kona Um það verður ekki deilt að konur hafa þurft að hafa fyrir hlutunum innan Sjálfstæðis- flokksins líkt og í öðrum stjórnmálaflokkum og almennt í þjóðlífinu. En það er fráleitt að halda því fram eða gefa í skyn að jafnréttis- baráttan hafi reynst konum erfiðari innan Sjálfstæðisflokksins en í öðrum flokkum eða á öðrum sviðum samfélagsins. Þvert á móti hefur flokkurinn verið leiðandi í jafnréttis- baráttunni. Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem var kjörin á Alþingi. Hún var þing- maður íhaldsflokksins og síðar Sjálfstæðis- flokksins. Fyrsta konan til að gegna embætti borgarstjóra var Auður Auðuns. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að setjast í ráðherra- stól - 1970. Auður markaði þannig djúp spor íjafnréttisbaráttuna og varfyrsta konan til að Ijúka lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1935. Ragnhildur Helgadóttir var fyrsta konan til að verða þingforseti (1961). í fyrsta prófkjöri flokksins árið 1970 var aðeins ein kona meðal tíu efstu. En öflugar konur ruddu brautina. Auður Auðuns, Ragnhildur Helgadóttir, Elín Pálmadóttir, Salóme Þorkelsdóttir og Sólveig Péturs- dóttir, svo nokkrar af fjölmörgum konum séu nefndar, sóttu ekki fram í stjórnmálum vegna þess að þær væru konur heldur vegna þess að þær voru öflugir stjórnmálamenn með skýrar skoðanir. Hið sama á við um þær konur sem hafa á síðustu árum haslað sér völl á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og skipa nú forystusveit flokksins. Viðbrögð fyrrverandi forystukvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna við niðurstöðu prófkjörs í Suðvesturkjördæmi og síðar Suðurkjördæmi, gerir lítið úr árangri kynsystra þeirra á undanförnum áratugum.Tilgangurinn virðist hafa verið sá að valda Sjálfstæðisflokknum eins miklum skaða í aðdraganda kosninga og hægt var.Tilgangurinn náðist ekki. Sjálfstæðis- flokkurinn var sigurvegari kosninganna og bætti við sig fylgi. Elsa B. Valsdóttir læknir hefur lengi verið virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og tók meðal annars þátt í að stofa hreyfingu innan flokksins - Sjálfstæðar konur. f viðtali við Fréttatímann 16. september vísaði Elsa á bug skoðunum um að konum hafi verið„hafnað" í prófkjörum flokksins vegna þess að þær væru konur. Flokksmenn hafi verið að leggja „mat á störf þeirra þingkvennanna sem féllu í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins. Þær hafi ekki fallið vegna þess að þær voru konur, fremur en þærvoru upphaflega kosnarvegna þess". „Það er gott að vera kona í Sjálfstæðis- flokknum, það hefur verið gæfa flokksins að falla ekki í kynjakvótagildruna og konur standa jafnfætis körlum í flokknum." „Prófkjör eru eftir sem áður besta og lýðræðislegasta leiðin til að velja á lista. Flokksmenn leggja þar mat á það hverjir eigi að vera í framboði fyrir flokkinn. Ef þetta er það sem flokksmenn vilja, þá verðum við að una því." 30 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.