Þjóðmál - 01.12.2016, Page 33
ORKUMÁL
Elías B. Elíasson
Orkan okkar og sæstrengur
Okkur sárvantar heildstæða stefnu í orkumálum
Þetta skilst þegar farið er yfir sæstrengsmálið
í heild sinni. Umræðan þar hefur meira
einkennst af áróðri en upplýsingum, orku-
fyrirtækin öll nema eitt þegja og stjórnmála-
menn vilja varla ræða það, hvað þá taka
á því. Þetta mál er þó fyrir allra hluta sakir
stefnumótandi mál, þó ekki væri nema vegna
stærðar sinnar, einmitt nú þegar farið er að
hilla undir endimörk orkuauðlindar okkar.
Audlindin
Stærð auðlindarinnar er takmörkuð af
tveimur kostnaðarþáttum, sem eru verndar-
gildi og virkjunarkostnaður.
Mynd 7 sýnir þá orku sem eftir er að virkja
á landinu þegar kostunum er raðað upp eftir
kostnaðarverði orku þeirra.
Eins og myndin sýnir eru þeir kostir sem
eftir eru smáir, en þær virkjanir sem eru hag-
kvæmastar og svo stórar, að þær verða ekki
byggðar án fastra langtímasamninga hafa
þegar verið reistar.
Við núverandi aðstæður má telja, að upp
að kostnaðarmörkunum 45 til 50 $/MWh
höfum við val um það hvort við virkjum fyrir
almenna notkun eða stóriðju. Þarfyrirofan
er einungis um það að ræða, að virkja fyrir
almenna markaðinn, en fyrir heimili landsins
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 31