Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 36

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 36
Tækni til raforkuvinnslu Bretar hafa auglýst þá stefnubreytingu, að auka vægi kjarnorku og taka upp stöðlun og Ijöldaframleiðslu kjarnaofna og hluta íkjarn- orkuver. Þetta kann að lækka raforkuverð á Bretlandi þegarfram í sækir. Kaldur samruni vetniskjarna getur, ef fer að vonum vísindamanna, truflað alla orku- markaði verulega Hermálanefnd bandaríska þingsins hefur kallað eftir skýrslu sem hægt verði að ræða nú í haust 2016 og kann að breyta vægi þessa þáttar. Rafhlöður ásamt fylgibúnaði eru dýrar og þróun hæg. Sú tækni er enn lítt fallin til að lækka orkuverð almennt, en gæti minnkað verðsveiflur og kolefnalosun. Auðlindin Það skal ítrekað, að reynsla undanfarinna ára bendir til, að ekki sé unnt að meta nákvæm- lega orku hvers jarðvarmasvæðis fyrr en það er full rannsakað og virkjun rekin á svæðinu í nokkur ár. Stórfelld fjölgun jarðvarmavirkjana á stuttum tíma hefur því vissa áhættu í för með sér. Sæstrengurinn Bilanatíðni sæstrengja er all vel þekkt, en veðurfar og aðstæður til viðgerða á Norður Atlantshafi gæti boðið upp á lengri viðgerðartíma en annarstaðar þekkist. Af þeim sökum er mögulegt að fjárfestar dæmi þetta áhættusamari framkvæmd en svipuð verkefni annarstaðar. Áhrif sæstrengs Almennt mun orkuverð hækka á fslandi með tilkomu sæstrengs. Orkuverðið kann að verða fast fyrstu 15 árin, en sveiflast síðan með orkuverði í Bretlandi. Orkuverð í Evrópu eltir nokkuð olíuverð. Atvinnuvegir hér hafa þegar nokkra áhættu af olíuverði, en fyrir ríkissjóð mun hinsvegar vera um áhættujöfnun að ræða að svo miklu leyti sem ekki þarf að auka niðurgreiðslur. Sæstrengur kallar á verulegt magn nýrrar orku, eða um 7TWh/ár. Sé eingöngu miðað við núverandi nýtingarflokk rammaáætlunar, sem sýndur er á Mynd 7, þá er hann því sem næst uppurinn með þessari framkvæmd. Hinsvegar má bæta inn nokkurri vindorku og eitthvað mun tínast inn úr biðflokki þannig að meira verður eftir en ráðið verður af myndinni. Tilkoma sæstrengs getur kallað á að skipta út hluta þeirrar stóriðju sem hér er nú fyrir aðra sem þolir hærra verð, eða loka henni og leggja fleiri sæstrengi. Niðurstaða Það að leggja sæstreng til Bretlands og flytja út orku hefur í för með sér verulega áhættu, bæði fyrir fjárfestinguna sem slíka og íslenskt þjóðfélag, sem þarf að aðlagast hærra orku- verði. Þolmörk gagnvart áhrifum á búsetu- skilyrði, allan almennan atvinnurekstur og stóriðju hafa ekki verið kortlögð. Það, að setja upp hér samskonar raforku- markað og tíðkast í Evrópu hefur vandamál í för með sér. Hægt er að fá undanþágu frá reglugerðum Evrópubandalagsins í allt að 15 ár og fresta þannig hluta vandans til lausnar fyrir afkomendur okkar. Sæstrengur er stórt skref í þá átt, að Ijúka við virkjun þess sem eftir er að virkja í landinu. Fyrir stjórnvöld er því næsti þáttur þessa máls að marka hér orkustefnu, þar sem tekið er á áhættum og því, að farið er að hilla undir endimörk íslenskrar orkuauðlindar. Fyrr en slík stefna er komin á umræðustig svo stjórnmálamenn geti tjáð sig um hana er ekki tímabært að ræða sæstreng við Breta. Elías B. Elíasson er fyrrverandi sérfræðingur í orkumálum hjá Landsvirkjun. 34 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.