Þjóðmál - 01.12.2016, Page 37

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 37
STJÓRNARSKRÁ Sigurður Már Jónsson Bankahrun og byltingastjórnarskrá í aðfararorðum skýrslu stjórnlaganefndar um breytingará stjórnarskrá fslands, sem lögð var fram 24. febrúar 2011, er bent á að stjórnarskrá sé sáttmáli þjóðar um leikreglur til framtíðar.„Ekki telst hún vera trygging fyrir næmri siðferðisvitund og heiðarleika, en hún er viðleitni til að leggja undirstöðu að réttlátu stjórnkerfi með mannréttindi og almanna- heill að leiðarljósi." Stjórnarskrá er í eðli sínu grundvallarlög sem öll önnur löggjöf byggist á og ber að virða. Stjórnlaganefndin benti á að stjórnar- skráin þurfi því að vera skýr, greinileg og auðskiljanleg, og taka af tvímæli um skipan valds og stjórnsýslu. Þannig er henni ætlað að tryggja þjóðina gegn misþeitingu valds. Hver þjóðfélagsþegn á að geta stuðst við stjórnarskrá lýðveldisins og haft að leiðarljósi við skilning á stjórnskipan og séð þar rétt sinn og skyldur. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 35

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.