Þjóðmál - 01.12.2016, Page 38

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 38
Hvernig á að tryggja samfellu í stjórnskipun og dómaframkvæmd ef stöðugt er verið að gera breytingar á stjórnarskránni, jafnvel umbylta henni með öllu? Og hver er reynsla þeirra sem hafa gert slíkt? Það hefur vart farið framhjá neinum að stjórn- arskráin hefur verið pólitískt bitbein síðan bankahrunið dundi yfir árið 2008. Upp hefur risið hópur fólks sem má líklega kalla„stjórnarskrásinna" og hefur hann verið hávær í þjóðfélags- umræðunni allt frá því kosið var til stjórnlagaþings í nóvember 2010. MIÐVfKUDAGUH 26. JANÚAR 2011 ÓGILD KOSNING ði ,4haldið“ vera „skíthrætt" ssataK Hæstiréttur dæmdi kosningu til stjórnlagaráðs ógilda með vísun í alvarlega ágalla við framkvæmd hennar. Niðurstaðan var bindandi og endanleg. íframhald- inu samþykkti Alþingi ályktun þar sem 25 manna stjórnlagaráði, skipað sömu fulltrúum og kosnir voru í stjórnlagaþingskosningunni, var falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Með því var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að smeygja sér framhjá úrskurði Hæstaréttar. Eins nauðsynleg og stjórnarskrá kann að þykja sem grundvallarrit fyrir stjórnskipun landsins þá er einnig Ijóst að breytingar á henni hljóta að vera vandasamar. Hvernig á að tryggja samfellu í stjórnskipun og dóma- framkvæmd ef stöðugt er verið að gera breytingará stjórnarskránni, jafnvel umbylta henni með öllu? Og hver er reynsla þeirra sem hafa gert slíkt? Það hefur vart farið framhjá neinum að stjórnarskráin hefur verið pólitískt bitbein síðan bankahrunið dundi yfir árið 2008. Upp hefur risið hópur fólks sem má líklega kalla„stjórnarskrásinna" og hefur hann verið hávær í þjóðfélagsumræðunni allt frá því kosið var til stjórnlagaþings í nóvember 2010. Hluti þessa hóps berst hart fyrir breytingu á stjórnarskránni og horfir þar fyrst og fremst til stjórnarskrár þeirrar sem stjórnlagaráð samdi 2011 og lögð varfyrir þjóðina í óskuldbindandi atkvæðagreiðslu eins og verður vikið að síðar. Frá stjórnlagaþingi til stjórnlagaráds Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram 27. nóvember 2010 og voru 25 fulltrúar kosnir til setu á þinginu, 15 karlar og 10 konur. Kosningaþátttaka var 35%. Framkvæmd kosningarinnar var kærð og 25. janúar 2011 ógilti Hæstiréttur kosninguna með vísun í alvarlega ágalla við framkvæmd hennar. Sú niðurstaða var bindandi og endanleg. í framhaldi af því samþykkti Alþingi ályktun 24. mars þar sem 25 manna stjórnlagaráði, skipað sömu fulltrúum og kosnir voru í stjórnlagaþingskosningunni, var falið að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Allir nema einn þáðu boðið. Með því var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir að smeygja sér framhjá úrskurði Hæstaréttar. Eðlilega höfðu stjórnskipunarsérfræðingar efasemdir og augljóslega var umboð stjórnlagaráðs veikara en umboð það sem stjórnlagaþing hefði haft, þrátt fyrir dræma kosninga- þátttöku. Stjórnlagaráð hafði skamman tíma til stefnu og samþykkti að endingu ein- róma frumvarp til stjórnarskipunarlaga en náði ekki samanstöðu um aðfararorð 36 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.