Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 42

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 42
vitnilegt er að skoða í alþjóðlegu samhengi. Samhengi sem byggist á hugmyndum um stjórnarskrána sem afurð byltingar eða að hún sé mótuð á tímum byltinga eða mikilla breytinga í þjóðfélögum. Hér er verið reyna að ná utan um þá hugsun sem mótast í skil- greiningunni„revolutionary constitutional- ism" sem tekur til ákveðinna breytinga á stjórnarskrá. í þessari grein verður ekki dvalið frekar við þá umræðu meðal fræðimanna en áhugavert er hins vegar að skoða hvernig ákveðin þáttur þessarar byltingarhugsunar barst hingað í stjórnarskrárumræðunni. í löndum hinna mörgu stjórnarskráa Undanfarin misseri hefurathygli heimsbyggðarinnar beinst að Venesúela en landsmenn eru að upplifa einhverjar verstu þrengingar sem dunið hafa áeinulandi í Suður-Ameríku. Og hafa íbúar álfunnar þó átt ýmsu að venjast. Við blasir að ráðast verður í sársaukafullar aðgerðir til að reisa við efnahag landsins, takist það á annað borð. En þeir sem hafa fylgst með íVenesúela vita að ný stjórnarskrá er ekki lausnin, ekki frekar en þær 28 sem landinu hafa verið settar í gegnum tíðina. Aðeins Dóminíkanska lýðveldið hefur haft fleiri stjórnarskrár. Haítí og Ekvador eru í þriðja og fjórða sæti, með sínar 24 og 20 stjórnarskrár. Oft horfa menn til Bandaríkjanna þegar stjórnarskrá er til umræðu. Sagnfræðingurinn Niall Ferguson bendir á í bók sinni Siðmenning (Civilization: The West and the Rest (2011) að í Bandaríkjunum hafi stjórnar- skráin verið sett til að renna stoðum undir „ríkisstjórn laga en ekki manna". í Rómönsku- Ameríku hafi stjórnarskrár í reynd verið notaðar sem verkfæri til að grafa undan lögunum. Þetta sést vel í nýjustu stjórnarskrá Venesúela sem sett var af Hugo Chávez (1954-2013). Eins og svo margir aðrir „popúlískir" stjórnmálamenn þá dró hann dár að lögum og reglu með því að breyta stjórnarskránni eftir hentugleika. Þetta gerði hann fyrst árið 1999, skömmu eftir að hann komst fyrst til valda og síðast árið 2009 þegar hann nam úr gildi tímamörk til að tryggja völd sín um ókomna tíð. Tveimur árum áður hafði þjóðin reyndar hafnað slíkum ákvæðum en þegar niðurstaðan er ekki„rétt", er bara að kjósa aftur. Rétt eins og félagi hans á Kúbu, Fídel Castró, gat Chávez ekki hugsað sér land sitt án þess að hann, og aðeins hann, stýrði því. Það þarf ekki að taka fram að í stjórnarskrárbreytingum beggja átti eignarétturinn undir högg að sækja. En það er í skjóli þessarar byltingastjórnarskrár sem Nicolás Maduro, eftirmaður Chávez, rembist við að halda völdum og skirrist þá ekki við að beita þing landsins valdi. Frá Chávez til Rauðu herdeildarinnar Chávez var sérstaklega stoltur afbreyting- unum sem gerðar voru árið 1999 og bar iðulega á sér litla vasabók með stjórnar- skránni og vitnaði til hennar öllum stundum. Við gerð hennar naut Chávez aðstoðar klassískra marxista eins og ítalska kommún- istans Antonio Negri (f. 1933) sem boðarað kenningar um byltingu og mannlegar fram- farir þurfi ekki að vera draumórar einir. Þess má geta að Antonio Negri kom til íslands sumarið 2009 og hélt fyrirlestur í Háskóla Islands. Þar kenndi hann meðal annars að séreignarfyrirkomulag kapítalismans falli mun verr að hugverkum nútímans en efnis- verkum og það ættu kommúnistar að geta nýtt sér til að fella auðvaldið. Negri var prófessor í heimspeki við háskólann í Padua á ftalíu þegar hann var handtekinn árið 1979 ásakaður um að vera „heilinn" á bakvið hryðjuverkasamtökin Rauðu herdeildirnar eins og rakið er á Heimspekivefnum sem gerir nokkuð úr kenningum hans. Negri öðlaðist friðhelgi þegar hann var kjörinn á þing árið 1983 en flúði til Parísar tveimur mánuðum síðar er þingið ákvað að rjúfa helgi hans. Hann var fjórtán ár í útlegð í nágrannaríkinu Frakklandi og kenndi heimspeki við Université Paris VIII. Árið 1997 snéri hann sjálfviljugur til Rómar þar sem hann afplánaði það sem eftir stóð af dómnum, eða allt fram til vorsins 2003. Negri kom hingað í fylgd með bandaríska bókmenntafræðingnum Michael Hardt en 40 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.