Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 43
þeir hafa unnið saman að bókunum Labor
ofDionysus, sem kom út árið 1994, og síðar
verkin Empire (2000) og Multitude (2004).
Empire er líklega þekktasta verk Negri en
NewYorkTimes kallaði það Kommúnista-
ávarp 21. aldarinnar. Með skrifum sínum
hefur hann reynt að renna fræðilegum
stoðum undir aðgerðasinna nútímans sem
gjarnan skora hið lýðræðislega vald á hólm
með fjöldamótmælum eða öðrum slíkum
aðgerðum.
Marxistar um allan heim hafa sótt visku
til þeirra og hafa reynt að þróa einhvers-
konar vísi að því sem mætti hugsanlega kalla
póstmódernískan marxisma. Ekki skiptir síður
máli tilraun Negri til að þróa stjórnarskrárvald
(e. constituent power) sem meðal annars
felur í sér að stjórnlagaþing (constituent
eða constitutional assembly) setji slíka skrá.
ÞegarChávez skipaði stjórnlagaþing til að
setja nýja stjórnarskrá, voru 125 fulltrúar af
131 úr hans eigin flokki. Stjórnarandstaðan
átti aðeins 6 fulltrúa. Óþolinmæði Chávez
gerði það að verkum að stjórnlagaþingið
fékk aðeins um 6 mánuði til að vinna verkið
og í desember 1999 voru íbúar Venesúela
látnir kjósa um stjórnarskránna; 71,8% sögðu
já en 55,6% kjósenda mættu ekki og drógu
þar af leiðandi úr áhrifamætti samþykkisins.
Chávez lét það ekki á sig fá. Margt sérkenni-
legt kom úr þessari stjórnarskrárvinnu, svo
sem það að nafni landsins var breytt, flestum
að óvörum. í stað þess að vera Lýðveldið
Venesúela (Republic of Venezuela) varð það
að Lýðveldi Bólivars íVenesúela (Bolivarian
Republic of Venezuela). Aðdáun Chávez (sem
kallaði sig gjarnan El Commandante) á Simón
Bólivar (1783-1830), byltingahetju Suður-
Ameríku, var öllum kunn. Chávez lét opna
grafhýsi Bólivars árið 2010 til að komast í
tengsl við anda hans. Það gerði hann reyndar
undir sterkum sjónvarpsljósum og athöfnin
var auglýst rækilega.
Áhrif til íslands
Ekki er vafi á því að hugmyndir þeirra Negri
og Hardt höfðu áhrif á þá stemmingu sem
ýtti stjórnarskrárbreytingum úr vör hér á
italski kommúnistinn Antonio Negri var ráðgjafí Chávez við
gerð stjórnarskrár. Negri kom til íslands með bandaríska
bókmenntafræðingnum Michael Hardt en þeir hafa unnið
saman að bókunum Labor of Dionysus, sem kom útárið
1994.
Ljósmynd: Rubén G. Herrera
landi árið eftir að þeir komu hingað. Ekki
liggur fyrir hvort hugmyndir Negri og Hardt
höfðu bein áhrif. En þess má geta að heim-
spekingurinn Viðar Þorsteinsson, sem var
einn þeirra sem stóð fyrir komu Negri hingað
í nafni félagsskaparins Nýhils, er bróðirVil-
hjálms Þorsteinssonar. Vilhjálmur sat í stjórn-
lagaráði sem síðar samþykkti frumvarp til
stjórnarskipunarlaga eða þá stjórnarskrá sem
ætlunin er að þrýsta í gegn á næsta þingi
eins og t.d. Píratar hafa lagt mikla áherslu
á. Auk Negri og Hardt héldu marxistamir
Chantal Mouffe og Peter Hallward fyrirlestra
á vegum Nýhils. Það var sannfæring marx-
ista að bankahrunið á íslandi væri enn ein
staðfesting á innri mótsögnum kapítalismans
sem væri dæmdur til að leiða yfir mannkynið
bólur og hrun á víxl.
Viðar hélt ræðu á Austurvelli 15. nóvember
2008. Þar fór sannur byltingarleiðtogi:
„Það er af þessum ástæðum sem við,
óformlegur hópur ungs fólks, leggjum til
að hið íslenska lýðveldi verði stofnað upp
á nýtt! Þannig myndi skapast tækifæri til
hreingerningará meðal íslenskrar valda
og auðmannastéttar, hreingerningar sem
er lífsnauðsyn til að eðlilegt samfélag geti
þrifist hér, hvort sem er innan eða utan
Evróþusambandsins, með eða án evru,
undir vinstri eða hægristjórn."
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 41