Þjóðmál - 01.12.2016, Page 47

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 47
Uppbrot félagslega öryggisnetsins. Grefur undan lögmæti virtra stofnana, einkum þar sem miðstjórnarvald ríkisstjórna er mikið. Framhald á uppgangi Kínverja og þar með annars konar efnahagslegs regluverks, meginsjónarmiða og forgangsmála. Enn frekari uppgangur Pútíns (og samtímis fall Rússland) ásamt með annars konar öryggismálakerfi, meginsjónarmiðum og forgangsmálum. [...] Hve mikla sök á upplausn Pax Americana ber Obama - ég hugsa þá sérstaklega um ákvörðun hans að leyfa sértrúareldum að loga íMið-Austurlöndum sem kynt hafa undir flóttamannavandann og vakið spurn- ingar um skuldbindingar Bandaríkjamanna um að standa að reglubundinni heims- skipan? Sannast sagna má frekar rekja Pax Americ- ana til kerfisbundinna þátta en nokkurs annars. Orkubyltingin grefur undan Mið- Austurlöndum; í Evrópu glíma menn við eigin röð af kreppum og ramba á barmi uppbrots; Kína rís sem annar kostur í efnahagsmálum; Rússland rís sem annar kostur í hermálum. Vissulega lagði Obama ekki mikið af mörkum til að stöðva þessa þróun en hún hefði orðið hvort sem er.Trump veitir Pax Americana einfaldlega náðarhöggið. Anna Kinberg Batra, formaður Moderatarna, mið-hægrifíokksins í Svíþjóð, boðar breytta stefnu í útlendingamálum. Mynd: Per Pettersson Kröfur um að fólk sjái um sig sjálft Anna Kinberg Batra, for- maður Moderatarna, mið- hægriflokksins í Svíþjóð, segir í grein í Aftonbladet að ekki dugi að bæta aðferðir við að laga farand- og flótta- fólk að sænsku þjóðlífi, það sé nauðsynlegt að herða eftirlit á landamærunum, takmarka dvalarheimildir og auka kröfur um að fólk sjái fyrir sér sjálft. Batra var kjörin flokks- formaður í janúar 2015 en flokkurinn fór illa út úr kosningunum árið 2014. Er það að hluta rakið til stefnu hans í útlendingamálum. Batra segir að stefnubreyting hennar sé ekki taktíktil að ná í atkvæði frá Svíþjóðar- demókrötunum heldur sé hún reist á þeirri sann- færingu hennar um nauðsyn strangari reglna vegna útlendinga. Ríkisstjórn sænskra jafnaðarmanna viðurkenndi fyrir nokkru að ekki væri unnt að taka á móti öllum ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 45

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.