Þjóðmál - 01.12.2016, Side 54
Frá höfninni í Klaksvík.
Mynd: Erik Christensen
og vinnsla afurða verði aukin heima fyrir.
Við fiskveiðistjórn á heimamiðum hafa
íslendingar og Færeyingar farið ólíkar leiðir;
ísland hefur farið þá leið að stýra veiðum
með aflamarkskerfi en Færeyingar hafa stýrt
veiðum með sóknardagakerfi. Árangur af
þessum mismunandi kerfum er verulegur.
Á Islandi erástand þorskstofnsins gott,
hrygningarstofninn er á uppleið og hefur
ekki verið stærri í hálfa öld. í Færeyjum er
staðan hins vegar sú að þar er þorskstofninn
í mikilli lægð og hefur stærð hrygningar-
stofnsins þar verið við varúðarmörk síðan árið
2005. Þorskveiðará heimamiðum Færeyinga
eru því ekki sjálfbærar. Það er enda eitt helsta
markmið Færeyinga með endurskoðun
fiskveiðistjórnunarkerfisins að tryggja
uppbyggingu fiskistofna á heimamiðum.
Þetta vandamál þekkjum við íslendingar vel
eftir að þorskstofninn var að hruni kominn á
íslandsmiðum í kringum 1980.
f sumar gerðu Færeyingar tilraunir
með uppboð á aflaheimildum í fjórum
fisktegundum, þ.e. makríl, kolmunna,
norsk-íslenskri síld og botnfiski í Barents-
hafi. Fieildartekjurfæreyska ríkisjóðsins
af uppboðinu voru samtals 740 milljónir
íslenskra króna. í uppboðum á aflaheimildum
á uppsjávarfiski voru fimm fyrirtæki sem
að fengu aflaheimildum úthlutað, þar af
tvö sem fengu yfir 70% af heimildunum. Á
botnfiski í Barentshafi voru þrjú fyrirtæki
sem að fengu aflaheimildir á uppboði, þar af
fengu tvö fyrirtæki 95% af aflaheimildunum.
Helstu tillögur í færeysku skýrslunni
- Efla skal hafrannsóknir í lögsögu Færeyja með það að markmiði að skapa betri grunn til
uppbyggingarfiskistofna og sjálfbærarrar nýtingarfiskistofna Færeyinga.
- Formfesta þarf uppbyggingarfasa fiskistofna og vinna að því að koma á nýtingarstefnu
sem tryggir sjálfbærni til framtíðar.
- Meirihluti nefndarinnar (8 af 9 nefndarmönnum) leggja til að komið verði á aflamarks-
kerfi og þannig horfið frá gildandi sóknarmarkskerfi/dagakerfi.
- Stefna skal að því að draga stórlega úr erlendu eignarhaldi (jafnvel banna alfarið) í
færeyskri útgerð og fiskvinnslu. Það verði gert í áföngum.
- Unnið verði að því að auka landanir og vinnslu í Færeyjum, með það að markmiði að ná
auknum virðisauka til Færeyja.
- Mælt er með því að lágmarka áhættu og óvissu í greininni, þar sem mikilvægt sé að
tryggja rekstrargrundvöll og möguleika til eðlilegra fjárfestinga. Þannig þurfi t.a.m. að
vinna að öllum breytingum í sem bestri samvinnu við atvinnugreinina.
- Gerðar eru tilögur um ólíkar útfærslur á uppboðsleið. í skýrslunni eru tvær megin
tillögur settar fram. Annars vegar að réttindi, sem gilda skuli í tiltekin tíma (t.d. 10 ár),
verði boðin upp. Hins vegar að réttindi verði boðin upp til eins árs í senn, en þó þannig
að þeir sem hafi veiðireynslu njóti forkaupsréttar.
52 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016