Þjóðmál - 01.12.2016, Page 57
Uppboð á aflaheimildum
og reynsla annarra þjóða
Ekki eru til staðar mörg fordæmi fyrir upp-
boðum á fiskveiðiheimildum í heiminum.
Nokkur ríki hafa gert tilraunir með útboð í
ýmsum myndum, en þá er yfirleitt um fáar
tegundir að ræða og takmarkaðan hluta
fiskveiðiheimilda. Eistland og Rússland
gerðu tilraunir með uppboð í kringum
síðustu aldamót en hurfu frá þeim þar sem
niðurstöður og afleiðingar þeirra þóttu ekki
jákvæðar. Þá hafa uppboð á aflaheimildum
verið framkvæmd í Síle, auk þess sem
Færeyingar hafa tvisvar efnt til uppboða á
aflaheimildum; annars vegar árið 2011 með
makrílheimildir og hins vegar nú í sumar.
Færeyjar
Vegna endurskoðunar og breytinga á
fyrirkomulagi á stjórn sjávarútvegsmála
ákváðu færeysk stjórnvöld að setja tak-
markaðan hluta aflaheimilda í fjórum fiski-
stofnum á uppboð í tilraunaskyni. Uppboðin
fóru fram á síðari hluta þessa árs. Hafa verður
í huga að um tilraun var að ræða.
Samtals fóru fram 15 uppboð á tímabilinu
11. júlí til 19. september 2016. Niðurstöður
uppboðanna má draga saman með eftir-
greindum hætti:
Lög um uppboð á 10% aflaheimilda í
makríl, norsk-íslenskri síld, kolmunna og
botnfiski í Barentshafi, alls 36 þúsund tonn,
voru samþykkt af færeyska löggjafarþinginu
í vor. Vert er að benda á að Færeyingar voru
ekki að bjóða út afla sem einskorðaðist við
þeirra heimamið, heldur var um að ræða afla í
Barentshafi og uppsjávarafla sem fjöldi þjóða
gerir tilkall til vegna þess að þeir stofnar
ganga inn í margar lögsögur, m.a. íslenska
lögsögu. Ekki er heildstæð stjórnun á þeim
veiðum og hefur strandríkjum ekki tekist að
ná samningum um skiptingu veiðiréttar sín á
milli. Færeyingar hafa einhliða aukið hlut sinn
í veiðum á norsk-íslenskri síld og kolmunna.
Þá gerðust Færeyingar aðilar að makríl-
samningi, en íslandi var haldið utan við þann
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 55