Þjóðmál - 01.12.2016, Page 58
Framlegð og verðmyndun á umboði
Kolmunni Makríll Sild
Myndin sýnir verðmyndun
á uppboðinu i Færeyjum í
samanburði við reiknaða
framlegð veiðigjaldanefndar
á íslandi.
■ Framlegð skv veiðigjaldanefnd kr./kg I VerðáuppboðumíFæreyjum
Mynd 5 - Framlegð og verðmyndun á uppboði;
Fleimild: ANR og Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja
samning. Eins sitja Færeyingar nánast einir að
Rússlandsmarkaði, stærsta markaðnum fyrir
makríl og síld. Ólíkt íslandi standa Færeyingar
utan viðskiptaþvingana Bandaríkjanna,
Evrópusambandsins og annarra þjóða og
eru þeir því ekki hluti af gagnaðgerða Rússa
vegna aðgerðanna.
Heildartekjur færeyska ríkisins af
hlutaðeigandi uppboðum voru rúmlega 1
milljarður íslenskra króna. Veiðigjöld eru hins
vegar ekki greidd af þeim aflaheimildum sem
keyptar voru á uppboðunum, sem leiðir til
þess að nettótekjurfæreyska ríkisins voru
samtals 746 milljónir króna.
Þess má geta að kjarasamningar sjómanna
og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum heimila
útgerðarfyrirtækjum að draga frá veiðigjöld
fyrir skipti. Það þýðir í raun að sjómenn
greiða hlut í veiðigjöldum í Færeyjum.
Samkvæmt íslenskum kjarasamningum er
það ekki heimilað. Hins vegar er færeyskum
útgerðum ekki heimilt að draga frá fyrir skipti
kaupverð aflaheimilda á uppboðum og taka
sjómenn því ekki þátt í þeim kostnaði sem til
fellur vegna þeirra.
í fyrstu tveimur uppboðunum á kolmunna
tók ekkert útgerðafyrirtæki þátt og má því
draga þá ályktun að lágmarksverðið sem
sett var hafi verið of hátt. í uppboðum á
kolmunna sem fylgdu í kjölfarið var lág-
marksverðið (2 kr/kg) lægra en veiðigjaldið
á kolmunna (3,4 kr/kg). Það þýðir að hag-
stæðara varfyrir bæði útgerðarfyrirtækin
og sjómenn að kaupa aflaheimildir á upp-
boðunum, í stað þess að greiða veiðigald
af aflanum.Tekjurfæreyska ríkisinsvoru því
lægri en ef greidd hefðu verið veiðigjöld af
sama kolmunnaafla.
Uppboð á afheimildum í markíl og norsk-
íslenskri síld gengu betur. Þar var verðið
60-65 kr/kg en veiðigjöld á markíl eru 17 kr/
kg og á norsk-íslenskri síld 12,7 kr/kg.Tekjur
færeyska ríkisins vegna uppboða afla-
heimilda á makríl og norsk-íslenskri síld voru
því hærri en sem hefði numið greiðslum af
veiðigjaldi af sömu aflaheimildum.
Færeyskar útgerðir hafa gagnrýnt
fyrirkomulag útboða.Telja þærað uppboð
hamli því að unnt sé að gera langtíma-
áætlanir, auk þess sem þær telja að
útgerðir geti síður skilað arðsemi af þeim
veiðiheimildum sem keyptar hafa verið á
uppboði. Það endurspeglar þann veruleika
sem til staðar er á íslandi en á mynd 5 má
sjá verðmyndun á uppboðinu í Færeyjum
í samanburði við reiknaða framlegð veiði-
gjaldanefndar á íslandi. Samkvæmt
íslenskum lögum nr. 74/2012 um veiðigjald
56 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016