Þjóðmál - 01.12.2016, Side 59

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 59
Heildartekjurfæreyska ríkisins af hlutaðeigandi uppboðumvoru rúmlega 1 milljarður íslenskra króna. Veiðigjöld eru hins vegar ekki greidd af þeim afla- heimildum sem keyptar voru á uppboðunum, sem leiðir til þess að nettótekjur færeyska ríkisins voru samtals 746 milljónir króna. ber veiðigjaldanefnd að meta framlegð hverrar tegundar fyrir sig með það að markmiði að ná utan um þær tekjur og þann kostnað sem myndast við veiðar á hverri tegund. Veiðigjaldanefnd metur þröngt skil- greinda framlegð til þess að meta afkomu- ígildi hverrartegundar. Afkomuígildi hverrar tegundar er síðan það gildi sem notaðist er við þegar lagt er á veiðigjald. Framlegð samkvæmt mati veiðigjalda- nefndar tekur tillit til aflahlutar, annarra launa, olíu, veiðarfærakostnaðar, viðhalds- kostnaðar, frysti- og umbúðakostnaðar og löndunarkostnaðar. Aðrir þættir sem eru almennt hluti framlegðar, er hins vegar ekki tekið tillit til í mati veiðigjaldanefndar, en þeir eru laun vegna skrifstofu, skrifstofukostnaður, tryggingar, sölukostnaður, kvótaleiga, veiðigjöld og annar kostnaður. Af þessu má ráða að framlegð samkvæmt mati veiði- gjaldanefndar er hærri en hin hefðbundna framlegð. Mynd 5 (bls. 60) sýnir framlegð skv. veiði- gjaldanefnd í síld, en hún er 14 kr/kg. Verð síldar á uppboðum í Færeyjum var um 60 kr/ kg. Ef íslenskar útgerðir hefðu tekið þátt í uppboðunum í sumar við sömu verð hefðu þær í raun verið að greiða fjórfalda framlegð fyrir hvert kg. Veiðarnar væru þar af leiðandi ekki hagkvæmar og ekki væri hægt að gera ráð fyrir framlegð vegna þeirra aflaheimilda sem keyptar yrðu á uppboðunum miðað við þessarforsendur. Takmörkun á þátttöku Settar voru ákveðnar takmarkanir varðandi hverjum var heimiluð þátttaka í uppboðunum í Færeyjum og aðeins þeim sem voru með gild veiðileyfi var veitt heimild til þátttöku. Fimm fyrirtæki keyptu uppsjávar- aflaheimildir á uppboðunum. Tvö fyrirtæki, Næraberg og Varðin, fengu yfir 70% af aflaheimildunum á uppboðinu. Þrjú fyrirtæki keyptu aflaheimildir á uppboði á botnfiski í Barentshafi. Enniberg og JFKTrol fengu 95% af aflaheimildum á uppboði. Flafa verður í huga að veiðará uppsjávarfiski og botnfiski í Barentshafi eru mjög fjármagnsfrekar og krefjast mikillartækniþekkingar. Niðurstaðan kemur því ekki á óvart, þ.e.a.s. að fá fyrirtæki höfðu burði til að kaupa aflaheimildir á uppboðum. Veiðar á uppsjávarfiski krefjast mikilla fjárfestinga í skipum og veiðarfærum. Aflaheimildir á hverju skipi verða því að vera í töluvert miklar til þess að veiðar séu hagkvæmar. Sama á við um veiðar í Barents- hafi. Langt er að fara til veiða í Barentshafi og kostnaður við sjófrystingu er mikill. Þá eru frystitogarar með hærra launahlutfall en önnur útgerðarform. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 57

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.