Þjóðmál - 01.12.2016, Side 60
Rússland
Á árunum 2001-2003 var settur hluti afla-
heimilda á uppboð í Austur-Rússlandi. Þegar
efnt er til uppboða ber ríkið áhættuna af því
ef engin þátttaka verður í uppboðunum. í
þessu lentu Rússar meðal annars og varð
rentan af auðlindinni því neikvæð að því er
hluta uppboðanna varðaði. Framkvæmd
annarra uppboða gekk betur. Það kom hins
vegar á daginn að skuldsetning sjávarútvegs-
fyrirtækja í Austur-Rússlandi jókst verulega,
úr 6 ma.kr. hagnaði árið 2000 í 6 ma.kr. tap
árið 2001. Þá jukust jafnframt ólöglegar
veiðar, þar sem kostnaður fyrirtækja af upp-
boðum leiddi til þrýstings um að auka veru-
lega við tekjur. Talið er að landanir framhjá
vigt og ólöglegar veiðar hafi numið um 120
ma.kr. á nefndu tímabili. Aukinheldur hafa
sérfræðingar bent á að á þeim árum sem
uppboð stóðu yfir hafi fjárfesting verið of lítii.
Árið 2004 hurfu Rússar aftur til fyrra kerfis,
sem byggði á úthlutun aflaheimilda á grund-
velli veiðireynslu og settu á veiðigjöld.
Eistland
í Eistlandi voru 10% aflaheimilda boðin upp á
ári hverju á tímabilinu 2001-2004. Uppboðin
leiddu til þess að veruleg samþjöppun varð
og skipum fækkaði úr 90 2000 í 24 skip árið
2001. Hagræðis var sannanlega þörf, en
samþjöppun varð einnig vegna gjaldþrots
smærri útgerða sem ekki fengu úthlutað
aflaheimildum í uppboðum.
Síle
Árið 1992 voru gerðar tilraunir með uppboð
á aflaheimildum í Síle. Heimildir til veiða á
einni humartegund og einni bolfisktegund
voru boðnar upp, tveir aðrir stofnar bættust
við árið 1997, þ.e. búrfiskur og rækja. Fram-
kvæmd uppboð sins var á þá leið að boðin
voru upp veiðileyfi til 10 ára sem samsvaraði
90-100% afheildaraflamarkinu. Enginn mátti
bjóða meira en 50% af heildaraflamarkinu og
lágmarksverð var sett. Uppboðin hafa gengið
misjafnlega. Ókostur þeirra er m.a. talinn sá
að sýnt þykir að bjóðendur hafi að einhverju
leyti haft með sér ólögmætt samráð og að
skortur hafi því verið á samkeppni. Þá hafa
tekjur af uppboðunum verið því minni en
gert var ráð fyrir. Sú staðreynd að uppboð
þessi eru enn til staðar bendir þó til þess að
afkoma fyrirtækjanna sé a.m.k. viðunandi.
Gjaldtaka frá 2004
Á íslandi hefur verið sérstök gjaldtaka af
fiskveiðum í formi veiðigjalda frá 2004.
ísland hefur skapað sér ákveðna sérstöðu
hvað varðar sérstaka gjaldtöku af fiskveiðum
miðað við helstu samkeppnislönd. Veiðig-
jald er á allar tegundir við ísland. í Færeyjum
er lagt veiðigjald á þrjár tegundir og engin
sérstök gjaldtaka er á fiskveiðar í Noregi.
Noregur er helsta samkeppnisþjóð íslands í
bæði uppsjávarafurðum og botnfiskafurðum.
Við veiðar á heimamiðum í Færeyjum er
veruleg þörf á að nútímavæða og endurnýja
skipaflotann. Árið 2014 reiknaði hag-
fræðistofnun í Færeyjum út auðlindarentu
í fiskveiðum. Aðeins var tekið mið af
veiðum við útreikninga á auðlindarentu,
þar sem virðisauki í vinnslu tilheyrir ekki
auðlindanýtingu. Niðurstaðan var að 80% af
auðlindarentunni skapaðist við uppsjávar-
veiðar og 20% við veiðar á bolfiski í Barents-
hafi. Engin auðlindarenta skapaðist við veiðar
á bolfiski á heimamiðum í Færeyjum.
Færeyingar eiga sér styttri sögu þegar
kemur að gjaldtöku. Árið 2011 var í fyrsta
skipti lagt sérstakt gjald á afla sem landaður
var erlendis og árið 2013 var lagt gjald á
makríl. Á síld var lagt gjald árið 2014 og árið
2016 var lagt gjald á kolmunna. Veiðigjöld
eru því greidd af þremur tegundum í
Færeyjum. Á íslandi eru veiðigjöld lögð á
nýtingu á öllum nytjastofnum. Gjaldtöku-
kerfið sem þróast hefur hér á landi er því
miklu víðtækara en það færeyska. Færeyingar
greiða hins vegar hærri veiðigjöld af þeim
þremur uppsjávartegundum sem þeir leggja
gjöldin á. Hér er þó rétt að hafa í huga, líkt
og áður var vikið að, að samkvæmt kjara-
samningum sjómanna og útgerðafyrirtækja
í Færeyjum greiða sjómenn hluta af veiði-
gjöldum. Hér á landi taka sjómenn ekki þátt í
greiðslu veiðigjalda.
58 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016