Þjóðmál - 01.12.2016, Side 61
EVRÓPUSAMBANDIÐ
Hjörtur J. Guðmundsson
Hvað er í pakkanum?
Margt má segja um Evrópusambandið en
eitt er allavega Ijóst. Ráðamenn í Brussel hafa
aldrei farið í mikla launkofa með það hvað
felist í því þegar ríki ganga í sambandið. í
því felst fyrst og fremst að ríki gangast undir
yfirstjórn Evrópusambandsins og þar með
talið löggjöf þess. Inngönguferlinu er lýst
með nákvæmum hætti víða á vefsíðum sam-
bandsins og í útgefnu efni á vegum þess. En
þrátt fyrir það hefur gjarnan verið fullyrt hér á
landi að umsóknarríki að Evrópusambandinu
geti samið sig frá yfirstjórn sambandsins. Þá
einkum og sér í lagi þegar kemur að sjávarút-
vegsmálum.
Þannig er gjarnan fullyrt að hægt sé að
semja um varanlegar undanþágur í þeim
efnum. Ljóst er hins vegar, bæði af gögnum
frá Evrópusambandinu og framgöngu þess,
að umsóknarríki geta ekki samið sig frá
yfirstjórn sambandsins; löggjafarvaldi þess,
framkvæmdavaldi og dómsvaldi. Það er ein-
faldlega óumsemjanlegt eins og Evrópusam-
bandið hefur margoft undirstrikað í gegnum
tíðina. Bæði í orði sem og á borði. Þetta
kemur til að mynda skýrt fram í sérstökum
bæklingi sem sambandið hefur gefið út og er
ætlað að útskýra fyrir almenningi með hvaða
hætti ný ríki ganga þar inn.
Fram kemur í bæklingnum Understanding
Enlargement-The European Union's
enlargementpolicy, sem síðast var gefinn
út árið 2011, að viðræður um inngöngu
byggi á getu umsóknarríksins til þess að
takast á herðar þær skuldbindingar sem
henni fylgi.„Hugtakið viðræður getur
verið afvegaleiðandi. Inngönguviðræður
snúast um aðstæður og tímasetningar
upptöku, innleiðingar og framkvæmdar á
reglum Evrópusambandsins - sem eru um
100.000 blaðsíður. Og þessar reglur (sem
einnig eru þekktar sem acquis, franska
fyrir„það sem hefur verið samþykkt") eru
óumsemjanlegar."’
Ennfremur kemur fram að inngönguferlið
1 „Accession negotiations concern the candidate's
ability to take on the obligations of membership.
The term„negotiation"can be misleading. Acces-
sion negotiations focus on the conditions and
timing of the candidate's adoption, implementa-
tion and application of EU rules - some 100,000
pages of them. And these rules (also known as the
acquis, French for"that which has been agreed")
are not negotiable."
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 59