Þjóðmál - 01.12.2016, Page 62

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 62
 A'f ’■ ,/ +* -» %***^ ■"%V *»íi«í- >i^jt^jr-~’--?•'■ 'v - » ■ %ir’-.KW Evrópuþingið. Alls eiga 751 sæti á Evrópuþinginu. Þingmenn eru kosnir á fimm ára fresti og er um hlutfallskosningu að ræða I öllum aðildarrikjum. Mynd: Diliff snúist einkum um það„með hvaða hætti og hvenær" umsóknarríkið taki upp og innleiði regluverk Evrópusambandsins. Hraði ferlis- ins byggist á því hversu hratt ríkið uppfylli skilyrði sambandsins sem skapi hvata til þess að framkvæma nauðsynlegar breytingar á innviðum ríkisins hratt og örugglega. Reglu- verki Evrópusambandsins sé í ferlinu skipt upp í kafla sem hver snúist um ákveðinn málaflokk. Fyrsta skrefið sé rýnivinna sem byggist á því að skilgreina þau svið þar sem lagaleg og stofnanaleg aðlögun þurfi að eiga sér stað.2 Vald Evrópusambandsins æðra valdi ríkjanna Kveðið er á um yfirstjórn Evrópusambandsins yfir nær öllum málum ríkja þess í Lissabon- sáttmálanum, æðstu löggjöf sambandsins. 2 Understanding Enlargement -The European Union's enlargement policy. Europa.eu. http:// ec.europa.eu/enlargement/pdf/publica- tion/20110725_understanding_enlargement_ en.pdf Nánar tiltekið í 2. - 4. gr. sáttmálans (TFEU). Þar er ennfremur áréttuð sú meginregla að vald ríkjanna er ávallt víkjandi gagnvart valdi þess.3 Valdsviði Evrópusambandsins er skipt í annars vegar málaflokka þar sem sambandið eitt hefur rétt til lagasetningar og hins vegar þar sem það deilir réttinum til þess með ríkjunum. Sbr. 1. og 2. tl. 2. gr. sáttmálans. Vald Evrópusambandsins gengur hins vegar framar valdi ríkjanna í báðum tilfellum. Ríkjunum er þannig óheimilt að setja lög og reglur um málaflokka sem heyra alfarið undir Evrópusambandið samkvæmt Lissabon -sáttmálanum án samþykkis þess nema ef tilgangurinn með því er að innleiða lagasetn- ingu sambandsins. Þar sem bæði ríkin og Evrópusambandið hafa rétttil þess lagasetn- ingar geta ríkin einungis beitt lagasetningar- valdi sínu þar sem sambandið hefur ekki 3„Consolidated version of theTreaty on the Functioning of the European Union". (TFEU-hluti Lissabon-sáttmálans). http:// eur-lex.europa.eu/legal-content/en/ ALL/?uri=CELEX%3A12012E%2FTXT 60 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.