Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 63
Rætt hefur verið um að til þess þyrftu íslendingar að halda fullum yfirráðum
yfir atvinnugreininni og auðlindum hafsins. Ekkert slíkt er hins vegar í boði af
hálfu sambandsins líkt og rakið er að framan. Eins og Stefán Már Stefánsson,
prófessor emeritus við lagadeild Háskóla íslands og sérfræðingur í Evrópurétti,
hefur ítrekað bent á hefur Evrópusambandið engar varanlegar
undanþágur veitt í sjávarútvegsmálum.
kosið að beita sínu lagasetningarvaldi eða
hefurákveðið að hætta að beita því.4 Með
öðrum orðum er síðasta orðið varðandi alla
þá málaflokka sem um ræðir hjá Evrópusam-
bandinu.
Reynsla ríkja sem sótt hafa um inngöngu
í Evrópusambandið er í fullu samræmi við
lýsingar sambandsins á inngönguferlinu.
Ekkert af því sem samið hefur verið um í
þeim efnum hefur falið í sér undanþágu
frá yfirstjórn Evrópusambandsins; laga-
setningarvaldi þess, framkvæmdavaldi og
dómsvaldi. í raun má segja að allt sem samið
hefur um í þeim efnum séu svokallaðar
sérlausnir. Sérlausnir fela engar breytingar í
sér varðandi yfirstjórn sambandsins heldur
einungis með hvaða hætti ríkin gangast
undir lagasetningarvald þess í einstökum, vel
afmörkuðum málum.
Sérlausnir eru sjaldan í boði og færa þarf
í þeim tilfellum mjög gild rök fyrir því að
þörf sé á þeim. Sérlausnir flokkast þannig
undir það þegar Evrópusambandið talar um
„með hvaða hætti" ríki taki upp og innleiði
regluverk sambandsins. Annað sem hefur
\,When theTreaties confer on the Union exclusive
competence in a specifk area, only the Union
may legislate and adopt legally binding acts, the
Member States being able to do so themselves
only if so empowered by the Union or for the
implementation of Union acts. [...] When theTrea-
ties confer on the Union a competence shared
with the Member States in a specific area, the
Union and the Member States may legislate and
adopt legally binding acts in that area.The Mem-
ber States shall exercise their competence to the
extent that the Union has not exercised its com-
petence.The Member States shall again exercise
their competence to the extent that the Union has
decided to cease exercising its competence."
verið boðið upp á í einstökum tilfellum eru
tímabundnar undanþágur eða aðlögunar-
tími. Það þýðir að ríki fá ákveðinn tíma til
þess að aðlagast breyttum aðstæðum á
ákveðnu sviði eftir að inn í Evrópusambandið
er komið. Þar kemur til sögunnar orðalag
sambandsins um það„hvenær" ríki taki upp
og innleiði regluverk þess.
Var aðeins boðið upp
á tímabundna aðlögun
Hér á landi hefur umræðan um mögulegar
undanþágur frá yfirstjórn Evrópusam-
bandsins, kæmi til þess að ísland gengi í sam-
bandið, einkum snúið að sjávarútvegnum.
Rætt hefur verið um að til þess þyrftu íslend-
ingar að halda fullum yfirráðum yfir atvinnu-
greininni og auðlindum hafsins. Ekkert slíkt
er hins vegar í boði af hálfu sambandsins líkt
og rakið er að framan. Eins og Stefán Már
Stefánsson, prófessor emeritus við lagadeild
Háskóla íslands og sérfræðingur í Evrópurétti,
hefur ítrekað bent á hefur Evrópusambandið
engar varanlegar undanþágur veitt í sjávar-
útvegsmálum.5
Þegar Norðmenn sóttu síðast um
inngöngu í Evrópusambandið fyrir rúmum
tveimur áratugum (og höfnuðu síðan) fóru
þeir fram á að fara áfram með stjórn allra
hafsvæða sinna, einkum norðan 62. breiddar-
gráðu, og að allar fiskveiðiauðlindir í norsku
efnahagslögsögunni yrðu áfram tryggðar
5 Sjá t.d.: Stefán Már Stefánsson: Landbúnaðarlög-
gjöf Evrópusambandsins og evrópska efnahagss-
væðisins. Bændasamtök íslands 2011. bls. 66.
Einnig: Úttekt á stöðu aðildarviðræðna Islandsvið
Evrópusambandið og þróun sambandsins. Skýrsla
Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Hagfræðistof-
nun 2014. bls. 63.
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 61