Þjóðmál - 01.12.2016, Page 64
Norðmönnum. Rökin voru þau að sjávar-
afurðirværu mikilvæg útflutningsvara fyrir
Noreg og að sjávarútvegur hefði afgerandi
þýðingu fyrir búsetu og atvinnustarfsemi
í strandhéruðum. Kröfum Norðmanna var
alfarið hafnað þar eð þær samrýmdust ekki
regluverki Evrópusambandsins.
Evrópusambandið bauð Norðmönnum
einungis tímabundna undanþágu hvað
varðar stjórn sjávarútvegsmála þeirra. Þeir
gætu áfram farið með umrædda stjórn til
30. júní 1998. Þá hyrfi valdið í þeim efnum
til Evrópusambandsins að fullu í samræmi
við regluverk þess. Rétt er að hafa í huga
að krafa Norðmanna gekk þó ekki út á
undanþágu frá yfirstjórn sambandsins í
sjávarútvegsmálum heldur að gert væri ráð
fyrir áframhaldandi stjórn þeirra innan reglu-
verks þess. Krafan gekk þannig miklum mun
skemur en rætt hefur verið um hér á landi að
ná þyrfti fram. Samt var svarið nei.
Stjórnvöld í Noregi fóru fram á ýmislegt
fleira sem einnig var hafnað af Evrópusam-
bandinu. Þar með talið að þeir héldu fullu
forræði í samningum við önnur ríki um
deilistofna og að regla sambandsins um
hlutfallslegan stöðugleika yrði fest í sessi
í inngöngusamningi þeirra. Reglan, sem
snýst um að aflaheimildum sé úthlutað í Ijósi
veiðireynslu, er hins vegar einungis vinnu-
regla ráðherraráðs Evrópusambandsins, á
sér enga stoð í sáttmálum þess og er aðeins
hugsuð sem bráðabirgða fyrirkomulag. Þá
væri hægt að afnema regluna án einróma
samþykkis ríkja sambandsins.
Hefur alltaf legið fyrir
hvað er í pakkanum
Talsmenn inngöngu íslands í Evrópu-
sambandið hafa haldið því fram að reglan
um hlutfallslegan gæti tryggt hagsmuni
landsins ef af inngöngu þess í sambandið
yrði. Hins vegar er Ijóst, eins og farið yfir hér á
undan, að engin trygging er fólgin í reglunni.
Það sem skiptir þó mestu máli í því sambandi
erað reglan um hlutfallslegan stöðugleika
breytir engu um að yfirstjórn sjávarút-
vegsmála er í höndum Evrópusambandsins.
Hitt er annað mál að takmarkað gagn væri
vitanlega að því jafnvel þó í boði væri að
halda yfirráðum yfir sjávarútveginum þegar
valdið yfir nær öllu öðru væri framselt.
Líklega segir sú staðreynd meira en
margt annað að ríkisstjórn vinstriflokkanna
hafði það ekki að markmiði að sækjast
eftir undanþágum frá yfirstjórn Evrópu-
sambandsins heldur einungis sérlausnum.
Enda slíkar undanþágur ekki í boði eins
og sambandið hefur ítrekað lagt áherzlu á.
Talað hefur verið um að kanna þyrfti hvað sé
í pakkanum eins og það hefur verið orðað.
Hins vegar hefur alltaf legið fyrir hvað það
er. Slík umræða er enda séríslenzkt fyrirbæri.
Raunveruleikinn er einfaldlega sá að þegar
gengið er í Evrópusambandið er einfaldlega
Evrópusambandið í boði.
HjörturJ. Guðmundsson er sagnfræðingur
og MA í alþjóðasamskiptum.
62 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016