Þjóðmál - 01.12.2016, Page 67
Ríkissjóður var notaður sem milliliður við
uppgjör Leiðréttingarinnar í stað þess að
setja upp sérstakan millifærslusjóð. Það var
gert til einföldunar og reyndist mjög vel.
Skuldastaða íslenskra
heimila gjörbreyst
Með þessu móti var þeim stóra hópi lands-
manna sem höfðu verðtryggð húsnæðislán
bætt það tjón sem fjármálaáfallið olli þeim,
en áður höfðu verið lagðar fram sértækar
lausnir fyrir aðra hópa eða þeir hlotið leiðrétt-
ingu í gegn um dómskerfið, sbr. t.d. þá sem
tekið höfðu húsnæðislán í erlendum gjald-
eyri. Þessi þáttur í aðgerðinni var gríðarlega
mikilvægur liður í því að rétta af efnahags-
reikning íslenskra heimila. í lok ágúst var
búið að færa niður skuldir heimila um 98,4
milljarða króna vegna skuldaaðgerða ríkisins,
þar af eru 28,7 milljarðar króna á árinu 2016.
Niðurfærsla vegna séreignarsparnaðar er nú
um 1,2 milljarðar króna á mánuði og því má
búast við að húsnæðislán verði færð niður
um 18 milljarða til viðbótar fram til ársloka
2017 er séreignarsparnaðarleiðinni lýkur að
því er kom fram í stöðugleikaskýrslu Seðla-
banka íslands í október 2016.
í lok annars ársfjórðungs 2016 voru skuldir
heimila 156%afáætluðum ráðstöfunar-
tekjum. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum
hefur lækkað mjög hratt síðustu misseri
vegna lækkunar skulda og mikillar hækkunar
ráðstöfunartekna. Frá árinu 2010 hefur
hlutfallið lækkað um 94%. Ef aðeins er horft
til einstaklinga sem eru með íbúðaskuldir
eru heildarskuldir þeirra í hlutfalli við
ráðstöfunartekjur 271 % og lækkar hlutfallið
um 25% á milli ára. Skuldir heimila á fslandi
sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru nú
næstlægstar á Norðurlöndunum, en þær
voru um áratugaskeið næsthæstar hér á
landi, á eftir Danmörku. Nú er aðeins Finn-
land með lægra hlutfall eða 126%.
Hlutfall framteljenda sem skulda meira en
þrefaldar ráðstöfunartekjur var um síðustu
áramót 22,5% og lækkaði um 2,8% milli ára.
Hlutfallið hefur ekki lækkað jafn mikið á einu
ári síðastliðna tvo áratugi. Ef einstaklingar
Evrópskur samanburður á skuldum heimila
1998 - 2. ársfj. 2016
— Danmörk — Noregur
— Holland Svíþjóð
Heimildir: Eurostat, Hagstofa Islands, Seðlabanki Islands.
með íbúðaskuldir eru aðgreindir sérstaklega
er bati á milli ára enn meiri. í árslok 2015
skulduðu 37% einstaklinga með íbúðaskuldir
meira en þrefaldar ráðstöfunartekjur og
lækkaði hlutfallið um 4,5% á milli ára. Mestur
bati hefur orðið hjá einstaklingum í tveimur
tekjuhæstu hópunum og á það bæði við
þegar allir einstaklingar eru skoðaðir og
einnig ef sérstaklega er horft til einstaklinga
með íbúðaskuldir. Hrein eign heimila er
áætluð 247% af landsframleiðslu í lok júní
2016. og hækkar um 4% á fyrri hluta árs 2016
og um 14% sé miðað við árslok 2014.
Fjárframlög sópast inn
Nú í nóvember birtist frétt um að verslunar-
risinn Hagar hefði keypt lyfsölukeðjuna Lyfju
fyrirtæpa 7 milljarða króna. Fréttin lét lítið
yfir sér en fól þó í sér að ríkissjóður hagnaðist
um fimm milljarða aukalega. Lyfja var eitt
þeirra fyrirtækja sem lentu í eigu ríkisins
samkvæmt flársópsákvæðum stöðugleika-
skilyrðanna. Þegar á allt er litið má því
segja að ríkissjóður hafi orðið sjö milljörðum
ríkari vegna Lyfju. Leiða má líkur að því að
fjársópsákvæði stöðugleikaskilyrðanna færi
nú ríkissjóði milljarða í hverjum mánuði.
Það fé sem ríkið hlýtur á þennan hátt vegna
fjársópsákvæða stöðugleikaskilyrðanna hefði
ekki komið til ef leið stöðugleikaskatts hefði
verið farin.
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 65