Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 69
upphæð kemur aukalega inn í ríkissjóð.
Það er ekki gert ráð fyrir henni í fjárlögum
eða neinu slíku og hún er á pari við árleg
útgjöld ríkisins. Hversu oft í sögu lands
gerist slíkt?"
Undir þetta tók Jón Daníelsson, prófessor í
hagfræði við LSE, í samtali við Morgunblaðið:
„Mér virðist við fyrstu sýn sem að þetta
sé mjög gott plan. Það virðist vera vel
undirbúið og vel hugsað. Menn virðast hafa
séð fyrir mörg þau vandamál sem gætu
komið upp og hafa hannað kerfið þannig
að það lágmarki líkurnar á að eitthvað fari
úrskeiðis. Þeir sem komu að þessu geta
verið mjög stoltiraf sinni vinnu."
Einstök aðgerð - einstök áhrif
Orð Lee C. Buchheit sýna glögglega hve
einstakar aðgerðir voru hér á ferðinni. Ekki
bara í íslensku samhengi heldur ekki síður í
alþjóðlegu samhengi. Uppgjörið við slita-
búin, sem var gert undir formerkjum stöðug-
leika, hefur gerbreytt erlendri skuldastöðu
þjóðarbúsins og mun einnig hafa gríðarleg
áhrif á fjárhag ríkisins.
Lee C. Buchheit sagði að aðgerðirnar
myndu skapa spíral upp á við fyrir íslenskt
hagkerfi:
„Hann mun myndast vegna þess að
íslenska ríkið mun greiða um þriðjung
skulda sinna, sem mun spara ykkur nokkra
tugi milljarða króna í vaxtagreiðslur. Það
mun þýða að lánshæfismatsfyrirtækin
munu hækka lánshæfi ríkisins, og í kjölfarið
íslenskra fyrirtækja, sem mun draga úr
lánakostnaði. Svo mun lyfting hafta gera
það að verkum að fjárfesting á fslandi gæti
aukist. Þetta vandamál, lausn á losun hafta,
var síðasta stóra vandamálið sem hefti
efnahagslegan bata íslands."
Lee C. Buchheit sagði einnig í áðurnefndu
viðtali að ísland hafa upplifað fordæmalausa
tíma frá efnahagshruni og allar stóru
ákvarðanirnar sem teknar hafa verið á síðustu
tæpu sjö árum hafi reynst réttar.
„Þetta hefur verið áreynslumikill tími fyrir
ísland. En ég spái því að eftir tíu ár muni
Lee C. Buchheit benti á að aðgerðir rikisstjórnarinnar skapi
spíral upp á við fyrir islenskt hagkerfi:„Hann mun myndast
vegna þess að íslenska rikið mun greiða um þriðjung
skulda sinna, sem mun spara ykkur nokkra tugi milljarða
króna i vaxtagreiðslur. Það mun þýða að lánshæfismats-
fyrirtækin munu hækka lánshæf rikisins, og í kjölfarið
íslenskra fyrirtækja, sem mun draga úrlánakostnaði.
viðskiptadeild Harvard háskóla vera að
vinna með dæmi (e. case-study) sem heiti
„ísland frá 2008 til 2015". Ég man ekki eftir
neinu landi sem varð fyrir eins miklum og
víðtækum áhrifum vegna efnahagsáfallsins
en hefur jafnað sig á jafn ótrúlegan hátt
á svona skömmum tíma. Ég er ekki að
gera lítið úr þeim sársauka sem þetta ferli
hefur valdið mörgum á íslandi en endur-
reisnin hefur verið hraðari en flestir töldu
mögulegt."
Endurreisn íslensks efnahagslíf má að
talsverðu leyti þakka farsællu afnámi
fjármagnshafta og þeim aðgerðum sem
gripið var til af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Umfang aðgerðanna og ábati ríkissjóðs
liggur ekki að fullu fyrir fyrr en endurskipu-
lagningu Ijármálakerfisins er lokið.
Sigurður Már Jónsson er upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar.
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 67