Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 71

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 71
Grænlendinga. Hún segir stefnu Grænlend- inga í átt að fullu sjálfstæði„afar áþekka reynslu íslendinga (einkum viðleitni þeirra að varðveita eigin menningu og vernda eigin auðlindir, þótt það kosti einangrun frá öðrum þjóðum, og um leið að takmarka efnahagsleg samskipti við Evrópu)". Þetta er þó hæpið. í fyrsta lagi eiga íslendingar sér dýpri rætur og sterkari sjálfsvitund en Græn- lendingar að þeim þó ólöstuðum. ísland byggðist árin 874-930, og Þjóðveldið stóð í röskar þrjár aldir, allt til 1262, miklu lengur en ýmsar stjórnunareiningar Norðurálfunnar á sama tímabili. ísland var hjálenda Noregs- konungs og síðar Danakonungs allt til 1904, þegar þjóðin fékk heimastjórn, og hún fékk fullveldi, myndaði ríki, árið 1918. Ein rök- semd Jóns Sigurðssonar og annarra leiðtoga sjálfstæðisbaráttunnar, þar á meðal Hannesar Hafsteins og Jóns Þorlákssonar, var, að Islend- ingar hefðu frá upphafi verið sérstök þjóð með eigin tungu, menningu og sögu.5 Saga Grænlendinga eröll önnur. Þar voru fámennar byggðir landnema frá íslandi, sem játuðust undir yfirráð Noregskonungs á sama tíma og íslendingar, en liðu undir lok á 15. öld, ef til vill vegna einangrunar, kólnunar jarðar og árekstra við Inúíta, sem höfðu komið frá Norður-Ameríku á 13. öld. Þegar Danir komu til Grænlands árið 1721, hittu þeir aðeins fyrir fámennar og strjálar byggðir Inúíta á hinu víðáttumikla eylandi. Árið 1979 fengu Grænlendingar heimastjórn og árið 2009 fullveldi. Sibert minnist í öðru lagi ekki á eina meginástæðuna til þess, að Grænlendingar gengu úr Evrópusambandinu árið 1985, strax og þeir áttu þess kost að fengnu fullveldi, og að íslendingar hafa ekki gengið í það frekar en Norðmenn. Hún er ekki, að þessar þjóðir vilji einangra sig frá Evrópu (og raunar er Grænland ekki í Evrópu og ísland á mörkum Norður-Ameríku og Evrópu), heldur sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusam- bandsins, CFP, Common Fisheries Policy, sem felur í sér, að Evrópuþjóðir skuli samnýta öll sín fiskimið undir stjórn Evrópusambandsins. Grænlendingarog íslendingar eiga hvorir tveggja auðug fiskimið, sem þeir vilja ekki láta af hendi við Evrópusambandið, og íslendingar hafa komið sér upp skilvirku kerfi til að nýta mið sín, kerfi ótímabundinna og framseljanlegra aflakvóta.6 í þriðja lagi eru landamæri Grænlands og íslands náttúrleg frekaren söguleg eða sjálfvalin. íbúarnir búa á eyjum, langt frá öðrum þjóðum. Jafnvel þótt Sibert hefði rétt fyrir sér um, að Grænlendingar væru of fáir til að geta myndað ríki, sem er óvíst, eru þeir sérstök þjóð með eigin tungu og menningu og búa í landi, sem náttúran hefur afmarkað. Spurningin er því ekki, hvort Grænland sé hagkvæm stjórnunareining, heldur hvort þessi eining, sem er þegartil og engu verður breytt um, eigi frekar að lúta stjórn að innan eða utan. Hverjir eru líklegastir til að stjórna Grænlandi skynsamlega, Grænlendingar sjálfir eða einhverjir aðrir, til dæmis Danir, fslendingar eða Kanadamenn, svo að þrjár grannþjóðir séu nefndar? Að minnsta kosti er Ijóst, að Grænlendingar eru kunnugri eigin högum en skrifstofufólk í Kaupmannahöfn, Reykjavík og Ottawa. Yrði Grænland sjálf- stætt ríki, þá kynni það að geta leyst vandann af fámenninu með því að kaupa af öðrum ríkjum margvíslega þjónustu, til dæmis í utanríkis- og öryggismálum, eins og það gerir nú þegar, og hugsanlega líka í mennta- og heilbrigðismálum. Smæð, velmegun og hagvöxtur Prófessor Sibert nálgast málið sem hag- fræðingur. Hún kveður gögn vanta um, hvort smáríki geti framleitt þau samgæði, sem stuðli að hagvexti. Þótt rannsóknir hag- fræðinga sýni vissulega, að velmegun sé að meðaltali meiri í smáríkjum en stærri ríkjum, staðfesti þau ekki afdráttarlaus tengsl milli smæðar og hagvaxtar.7 En sú niðurstaða, að smáríki séu að meðaltali ríkari en stærri ríki, er auðvitað mjög mikilvæg, þótt Sibert geri furðulítið úr henni. Af tíu ríkustu ríkjum heims, þegar miðað er við verga lands- framleiðslu á mann, eru aðeins Ijögur með meira en eina milljón íbúa: Bandaríkin, Sviss, Noregur og Singapúr. Af fimm Ijölmennustu ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.