Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 73

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 73
Sjáland kjöts. íslenska hagkerfið hefur líka orðið fjölbreyttara og um leið stöðugra hin síðari ár. Ein ástæða er tvímælalaust kvóta- kerfið í sjávarútvegi. Vegna þess er heildar- aflinn í hverjum fiskistofni fyrirsjáanlegur, þótt verð geti enn sveiflast til. Önnur ástæða til aukins stöðugleika á íslandi hin síðari ár er, að aðrir atvinnuvegir hafa vaxið upp við hlið sjávarútvegs, ekki síst orkusala og ferða- mannaþjónusta. íslendingar hafa enn fremur vanist sveiflum og kunna ef til vill betur að bregðast við þeim en margar fjölmennari þjóðir. Hagkerfið er tiltölulega þjált og gagnsætt og upplýsingakostnaður lágur. Sibert hefur vissulega rétt fyrir sér um, að krappar sveiflur í atvinnulífi eru óæskilegar. Best fer á því, að hagkerfi sé stöðugt. En þá má minna á, að hagsveiflur eiga aðallega upptök sín hjá stórþjóðum. Heimskreppuna miklu á fjórða áratug tuttugustu aldar og fjármálakreppuna 2007-2009 mátti rekja til margvíslegra mistaka í hagstjórn í Banda- ríkjunum, stærsta hagkerfi heims.12 Óstöðug- leiki kemur líka að sök í stjórnmálum og er því hættulegri sem ríki er stærra. Árið 1930 var hagkerfi Þýskalands hið stærsta í Evrópu.13 Heimskreppan hafði þau áhrif, að Hitler komst þar til valda í ársbyrjun 1933. Þeir Stalín skiptu á milli sín álfunni með hinum illræmda griðasáttmála sumarið 1939, og mannskæð heimsstyrjöld hófst þá um haustið. Þegar Bretar hernámu fsland vorið 1940, voru aðeins sex lýðræðisríki eftir í Evrópu: Stóra Bretland, írland, Svíþjóð, Sviss, Finnland og ísland. Þótt ísland hafi verið miklu minna en öll hin ríkin, má hiklaust telja önnur fjögur þeirra smáríki. í Leiðinni til ánauðar, sem Friðrik Hayek gaf út 1944 (sama ár og Cobban sína bók), velti höfundur fyrir sér, hvort litlar stjórnunareiningar kynnu að vera heppiiegri til eflingar lýðræðis en stórar, því að þá lærðist fólki að stjórna sér sjálfu. Valdið og fólkið væru þar nær hvort öðru en í fjölmennum ríkjum.14 Kostnaður af smæðinni Prófessor Sibert telur upp margvíslegan viðbótarkostnað af smæð hagkerfa og ríkja. í Leiðinni til ánauðar bentiFriðrik Hayek á, að ísmáríkjum sé valdið miktu nær fólkinu en ístórum rikjum. Smáþjóðir séu því liklegri til að öðlast stjórnmálaþroska en stórþjóðir. Mynd: Einar Gunnar Einarsson. Hún nefnir framleiðslu samgæða, en þau eru gæði, sem einkaaðilar geta ekki framleitt, vegna þess að þeir geta ekki takmarkað notkun þeirra við þá, sem greiða fyrir þau. Skólabókardæmi um þau eru landvarnirog löggæsla. Sibert segir, að fastur kostnaður sé tiltölulega stór hluti af framleiðslukostnaði samgæða, svo að hann minnki á mann eftir því sem ríki stækki. Við fyrstu sýn virðist þessi röksemd ekki fráleit. Ríki hlýtur til dæmis að halda uppi utanríkisþjónustu. Hafa jafn- fámenn lönd og Færeyjar og Grænland til þess getu? Mikilvægasta breytingin, þegar íslendingar sögðu upp sambandslaga- sáttmálanum frá 1918 við Dani, var einmitt, að þeir tóku í sínar hendur utanríkismál. Fróðlegt er því að bera saman kostnaðinn af utanríkisþjónustu misstórra grannríkja eins og Bretlands og íslands. Árið 2013 voru starfsmenn bresku utanríkisþjónustunnar um 14 þúsund, en íþúafjöldi landsins 64,1 milljón. Sama ár voru starfsmenn íslensku utanríkisþjónustunnar um 250, en íbúafjöldi landsins 320 þúsund.15 Hlutfall starfs- manna og íbúa var því 0,0002 í Bretlandi og 0,0008 á íslandi. Hlutfallið var því talsvert hærra á íslandi, en aðalatriðið er þó, að þessi viðbótarkostnaður skipti sáralitlu máli. Það er íslendingum ekki um megn að verja 0,0008% af mannafla sínum til að gæta hagsmuna sinna gagnvart erlendum ríkjum. Þessi rök- semd Siberts kann því stundum að vera rétt, en oftast léttvæg. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.