Þjóðmál - 01.12.2016, Page 74

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 74
Er það enn fremur algilt, að framleiðslu- kostnaður samgæða lækki eftir því sem íþúum fjölgi? Skoðum útgjöld íslendinga og nokkurra grannþjóða í hlutfalli af landsfram- leiðslu til þriggja málaflokka, sem hljóta að mynda kjarnann í kostnaði við að halda uppi sjálfstæðu ríki, og er þá stuðst við flokkun OECD: 1) almannaþjónusta eins og löggjafar- þing, stjórnarráð, utanríkisþjónusta og lánasýsla; 2) landvarnir; 3) lög og regla. 16 Almanna- Land- Lög Sam- Land þjónusta varnir og regla tals Svíþjóð 7.7 1.7 1.3 10.7 Danmörk 6.0 1.6 1.0 8.6 fsland 4.8 0.1 1.4 6.3 Bretland 4.9 4.9 2.6 10.0 Bandaríkin 4.8 4.8 2.1 11.2 Þessar tölur eru frá 2006 og voru þess vegna aðgengilegar, þegar Sibert setti fram rök- semd sína. Af þeim má sjá, að framleiðsla almannaþjónustu kostaði minna hlutfallslega á íslandi en í miklu fjölmennari löndum. Framleiðsla annarrar tegundar samgæða, landvarna, virðist almennt kosta minna í fámennum löndum en Ijölmennum. ísland eyðir nánast engu í landvarnir, og tvö smáríki, Svíþjóð og Danmörk, eyða hlutfallslega miklu minna í þau en miklu stærri ríki, Bretland og Bandaríkin. Vissulega hníga nokkurrök að því, að smáríki komi sér stundum undan að axla sömu byrðar í þessum málaflokki og stærri ríki. Þau séu„laumufarþegar" á skútunni, greiði ekki fargjaldið. En því má líka halda fram með rökum, að smáríki séu að jafnaði ekki eins herská og stærri ríki. Þau hafi ekki sömu tilhneigingu til að leggja út í hernaðarævintýri af þeirri einföldu ástæðu, að þau bresti afl til þess (þótt einhverjar undantekningar kunni að vera á þessari reglu, svo sem Aþena á dögum Forn-Grikkja eða Feneyjar á miðöldum). Með öðrum orðum sé herkostnaður vandi, sem stór ríki skapi í senn og leysi. Aðalatriðið er þó, að framleiðslukostnaður af landvörnum virðist frekar hækka en lækka með íbúafjölda ólíkt því, sem Sibert trúir.17 Framleiðsla enn annarrartegundar samgæða, laga og góðrar allsherjarreglu, kostar svipað á mann á íslandi og öðrum Norðurlöndum, en miklu meira í Bretlandi og Bandaríkjunum. Augljós skýring er til á því. Norðurlönd eru eða hafa til skamms tíma verið tiltölulega samleit, og sjálf- sprottið, siðferðilegt aðhald og eftirlit hefur verið sterkara en víðast annars staðar. Einstaklingarnir geta ekki horfið inn í fjöldann og komið sér þannig undan ábyrgð á gerðum sínum. Gagnkvæmt traust er líka meira í þessum löndum en víðast annars staðar. Þess vegna kann löggæsla einmitt að verða talsvert ódýrari á mann þar en í fjöl- mennari löndum eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum. Hér virðumst við aftur rekast á dæmi um, að framleiðslukostnaður samgæða hækki eftir því sem íbúum fjölgar, þvert á það sem Sibert telur. Þegar litið er á þessa málaflokka þrjá í heild, almannaþjónustu, landvarnir og löggæslu, er niðurstaðan skýr: ísland ver 6,3% landsframleiðslu til að framleiða þessi samgæði, en Bandaríkin 11,2%. Kenning Siberts um framleiðslukostnað samgæða virðist að minnsta kosti ekki eiga við um ríkin í Norður-Atlantshafi, ísland og næstu nágranna þess. Ef til vill er hið gagnstæða jafnvel réttara. Mannfræðingurinn Joseph Tainter heldur því fram, að því erfiðara geti reynst að stjórna ríki sem það sé fjölmennara og flækjustig innan þess því meira. Stærðin hafi orðið sumum heimsveldum að falli.18 Kenning Tainters styrkist af einföldu reikn- ingsdæmi. Berum saman tvö stjórnkerfi, annað í þremur þrepum í litlu landi og hitt í fimm þrepum í stóru landi. Gerum ráð fyrir, að opinber starfsmaður verji að jafnaði 9/10 hluta tíma síns til að framfylgja fyrirmælum næsta yfirmanns síns og 1/10tíma sínstil að sinna eigin hugðarefnum. Þetta felur í sér, að maður á þriðja þrepi í litla landinu notar (9/10)3 eða 72,9% tíma síns til að framfylgja fyrirmælum æðsta yfirmanns síns, en maður á fimmta þrepi í stóra landinu notar (9/10)5 eða 59% tíma síns til hins sama. Því stærra sem báknið verður, því óþjálla verður það og flóknara. Stærð er ekki síður kostnaðarsöm en smæð. 72 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.