Þjóðmál - 01.12.2016, Side 76
líka sú, hvort óhagkvæmnin sé ekki frekar,
vegna þess að gæði séu ómarkaðssett en
vegna fámennis þjóðanna, sem þau fram-
leiða. Og er þá ekki rétta ráðið að reyna að
bjóða upp á þau á markaði, sem kann þá að
teygja sig yfir mörg lönd? Nefna má að auki,
að tækniframfarir hafa í för með sér, að sum
gæði, sem áður voru ómarkaðssett, til dæmis
símaþjónusta, ganga nú kaupum og sölum á
markaði. Hitt er annað mál, að vitaskuld hefur
Sibert rétt fyrir sér um það, að í litlu hag-
kerfi er ekki von á eins mikilli samkeppni og
sérhæfingu og í stóru, þótt sá vandi leysist að
miklu leyti með frjálsum alþjóðaviðskiptum.
Smæð getur verið kostnaðarsöm.
Smæð, náttúruhamfarir
og samtrygging
Prófessor Sibert varpar því fram, að smæð
ríkja snúist ekki aðeins um fámenni, heldur
líka landrými.„Mörg lönd eru viðkvæm fyrir
náttúruhamförum og umhverfisspjöllum,
en samtrygging fyrir slíkum áföllum er
auðveldari í stórum löndum.Vinni hvirfilbylur
tjón íbandarískri borg, geta íbúarnir flust
annað. Ef hnattræn hlýnun hækkar yfirborð
sjávar, eru afleiðingarnar fyrir íbúa Tuvalu
líklegar til að verða verri." Þessi röksemd
er gild, en þó einkennilegt að beita henni
í umræðum um sjálfstæði Grænlands eða
Islands, því að bæði löndin eru stór, þótt
strjálbýl séu. ísland er til dæmis 17. stærsta
land Evrópu af 50 löndum alls. Grænland er
stærsta eyja heims.
Fáirvita beturen íslendingar, hversu
viðkvæmt land kann að vera fyrir náttúru-
hamförum. Frá upphafi íslandsbyggðar
hafa dunið á þeim eldgos, jarðskjálftar,
snjóskriður, jökulhlaup og kuldaskeið. En
vandinn er ekki, hversu fámenn þjóðin er,
heldur hversu harðbýlt landið er. fslendingar
eru hins vegar misjöfnu vanir og rétta fljótt úr
kútnum.Jsland fær tíðum hallæri, en ekkert
land í Norðurálfunni er svo fljótt að fjölga á
ný manneskjum og bústofni sem það, og er
því eigi óbyggjandi," skrifaði Hannes Finns-
son biskup í vörn sinni fyrir ísland skömmu
eftir móðuharðindi.22
Sú skoðun Siberts er líka hæpin, að
samtrygging sé auðveldari með fjölmennum
þjóðum en fámennum. Frá sjónarmiði trygg-
ingastærðfræðinnar séð kann það að vera
rétt: Áhættan virðist þá dreifast á fleiri. En
gerir hún það í raun og veru? Þegar áfall
dynur yfir íbúa í einum hluta ríkisins, er það
háð stjórnarfari og menningu, hversu fúsir
íbúar í öðrum hlutum ríkisins eru til að rétta
hjálparhönd. í risaríkjum eins og Rússlandi,
Kína og Indlandi skeytir valdastétt höfuð-
borgarinnar ef til vill lítt um fórnarlömb
slysa eða hamfara í fjarlægum kimum.
Fjölmennar þjóðir eru einnig líklegri til að
vera sundurleitar en fámennar. Oft búa
þar saman margar þjóðir með ólíka sögu
og takmarkaða samúð hver með annarri.
Samhugur er þar þess vegna ef til vill ekki
eins sterkur. Þótt Rússum kunni að standa á
sama um Jakúta og Kínverjum um Tíbeta, láta
Reykvíkingar sig varða um Vestmannaeyinga
og Flateyringa. Ekki má heldur gleyma því,
að samtrygging getur farið fram í tíma alveg
eins og rúmi. Menn geta lagt til hliðar fyrir
óvæntum áföllum. Á Islandi er til dæmis
ekki teljandi ágreiningur um að bæta úr
almannasjóðum fórnarlömbum eldgosa og
jarðskjálfta tjón sitt, eins og auðið er, og safna
fé í viðlagasjóði.
Smæð og sérþekking
Prófessor Sibert telur upp einn kostnað af
smæðinni.„í fyrsta lagi er erfitt fyrir smáríki að
finna nógu marga hæfa embættismenn, og í
öðru lagi þarf hver embættismaður að sinna
fleiri verkefnum en í fjölmennari ríkjum."
Hún tekur íslenskt dæmi:
f október 2005 var Davíð Oddsson skipaður
formaður bankastjórnar Seðlabankans.
Hinn fjölhæfi Davíð hafði numið lög, verið
leikhússtjóri, gert gamanþætti fyrir útvarp,
verið stjórnmálaskýrandi og meðhöfundur
nokkurra leikrita. Hann hafði áðurverið
borgarstjóri í Reykjavík, lengi forsætis-
ráðherra og um stutt skeið utanríkisráð-
herra. Því miður virðist hann ekki hafa haft
neina sérþekkingu á efnahagsmálum og
bankamálum, og honum tókst því hvorki
74 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016