Þjóðmál - 01.12.2016, Side 78
ræðisríkjum endast menn sjaldnast lengi í
trúnaðarstörfum, nema þeir hafi til að bera
ábyrgðarkennd og lagni, dómgreind og
glöggskyggni.
í fjórða lagi verða menn ekki óskeikulir
með þvíað Ijúka hagfræðiprófi.Tveir virtustu
seðlabankamenn Vesturlanda á öndverðri
21. öld, þeir Alan Greenspan og Mervyn
King, sáu hvorugurfyrir hina alþjóðlegu
fjármálakreppu áranna 2007-2009. Þótt
sumir hagfræðingar (þar á meðal Sibert sjálf)
hefðu varað við útþenslu íslensku bankanna
og bent á, að Seðlabankinn hefði einn sér
ekki bolmagn til að veita þrautavaralán, ef
að kreppti, sá enginn þeirra fyrir, að banda-
ríski seðlabankinn myndi neita hinum
íslenska um gjaldeyrisskiptasamninga, að
breska Verkamannaflokksstjórnin myndi
loka breskum bönkum í eigu íslendinga,
um leið og hún veitti öllum öðrum breskum
bönkum fyrirgreiðslu, lausafé jafnt og endur-
fjármögnun, og að þessi stjórn myndi beita
hryðjuverkalögum á íslenskar stofnanir og
fyrirtæki.24 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem
var utanríkisráðherra 2007-2009 og for-
maður Samfylkingarinnar, sagði í vitnisburði
fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis á banka-
hruninu, að hún hefði verið í góðu sambandi
við tvo hagfræðinga, þá Þorvald Gylfason og
Robert Wade, en hvorugur þeirra hefði varað
hana við yfirvofandi bankahruni.25 Þorvaldur
birti raunar í sama tímariti og Sibert grein
þremur mánuðum fyrir bankahrunið, þar sem
hann gagnrýndi Seðlabankann fyrir að auka
ekki gjaldeyrisforða sinn, en kvað þrátt fyrir
það horfurá íslandi góðar.26
Adgerdaleysi andspænis
yfirvofandi áfalli?
Prófessor Sibert talar um„aðgerðaleysi"
Davíðs Oddssonar andspænis útþenslu
íslensku bankanna. Hún virðist ekki vita, að
Davíð var líklega eini íslenski valdamaðurinn,
sem var að ráði gagnrýninn á bankana fyrir
hrun þeirra. Ekki hafði farið fram hjá neinum,
þegar hann var forsætisráðherra og tók
föstudaginn 21. nóvember 2003 út innstæðu
sína í Búnaðarbankanum í mótmælaskyni
við rausnarlega kaupauka bankastjóranna.
Vitnaði Davíð við það tækifæri í Passíusálma
Hallgríms Péturssonar:
Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarner,
sem freklega elska féð.
Auði með okri safna,
andlegri blessun hafna,
en setja sál í veð.27
Við þá ókyrrð, sem varð af tiltæki Davíðs, sáu
bankastjórarnir sitt óvænna og afsöluðu sér
kaupaukunum.28
Einnig er á það að benda, eins og Sibert gat
hæglega aflað sér upplýsinga um, að íslensku
bankarnir höfðu aðallega vaxið árin 2004 og
2005, en Davíð Oddsson settist í Seðlabank-
ann haustið 2005. Ytri vöxtur þeirra (sem er
skilgreindur sem yfirtökur og kaup á öðrum
fyrirtækjum) var 57,5% árið 2004 og 24,7%
árið 2005, en óverulegur eftir það. Innri raun-
vöxtur þeirra (sem er skilgreindur sem aukn-
ing viðskipta og fjölgun viðskiptavina) var
43,5% árið 2004 og 59,5% árið 2005, en fór
niður í 27,2% árið 2006 og 28,8% árið 2007.29
Því má segja, að útþensla bankanna hafi
verið að mestu leyti um garð gengin, þegar
Davíð settist í Seðlabankann. Hér skiptir líka
máli, að Seðlabankinn hafði engar heimildir
til að krefjast upplýsinga um rekstur bank-
anna og ekkert boðvald yfir þeim, heldur
Fjármálaeftirlitið.
Seðlabankinn varð því að láta sér nægja
að veita ráð og vara við. Það gerði hann svo
sannarlega, á meðan Davíð Oddsson var
formaður bankastjórnar, þótt auðvitað yrði
að tala gætilega á opinberum vettvangi.
Dæmin eru mörg. Föstudaginn 9. febrúar
2007 sagði Davíð á samráðsfundi Seðla-
banka og Fjármálaeftirlits„spurningu nú
þegar lausafjárstaða og eiginfjárstaða væri
rúm hvort menn standist freistingar að fara
í sókn aftur. Hann sagði að ef vandamál
koma upp getur lausafé þornað upp á einum
degi."30 Árið 2008 reri Seðlabankinn lífróður
til að bæta úr lausafjárskorti íslenska banka-
76 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016