Þjóðmál - 01.12.2016, Side 79
kerfisins í erlendum gjaldmiðlum. En enginn
vildi rétta hjálparhönd eða létta undir með
honum. Vandinn var, að bankarnir áttu nóg
af krónum, en lítið af öðrum gjaldmiðlum,
og Seðlabankinn gat aðeins prentað krónur,
hvorki dal né pund né evru. Evrópski seðla-
bankinn og Englandsbanki neituðu báðir
að gera gjaldeyrisskiptasamninga við
seðlabankann, og norrænu seðlabankarnir
voru tregir til.„Það var aðeins fyrir harðfylgi
formanns bankastjórnar Seðlabankans, að
samningar tókust á endanum, og má segja,
að norrænu seðlabankastjórarnir hafi verið
teymdir að undirskriftaborðinu," sagði Ingi-
mundur Friðriksson.31
Jafnframt varaði Davíð Oddsson aðra
íslenska ráðamenn við.32 Sunnudaginn
13. janúar 2008 hitti hann Geir H. Haarde
forsætisráðherra og Árna M. Mathiesen
fjármálaráðherra og kvaðst hafa þungar
áhyggjuraf lífslíkum íslensku bankanna
næstu tólf mánuði.33 Fimmtudaginn 7.
febrúar 2008 var haldinn miklu fjölmennari
fundur, þar sem seðlabankastjórarnir þrír
hittu forsætisráðherra, fjármálaráðherra
og utanríkisráðherra ásamttveimur
embættismönnum. Þar dró Davíð upp
mjög dökka mynd af horfum. Honum„lá
ekkert sérstaklega gott orð til bankanna
eða bankastjóranna", sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra í vitnisburði fyrir
Rannsóknarnefnd Alþingis. Hann fór„dálítið
mikinn í sinni frásögn", sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra. Þegar Davíð
gekk út af fundinum, mælti hann við félaga
sína í Seðlabankanum:„Ef þetta hreyfir ekki
við þessu fólki, þá er ekkert, sem gerir það."
Skömmu síðar hafði Davíð samband við
forsætisráðherra. Þá sagði Geir H. Haarde,
að hann hefði haft samband við ráðamenn
bankanna, sem hefðu sagt sér, að allt væri í
lagi.34
Hvort sem aðrir ráðamenn tóku mark á
viðvörunum Davíðs Oddssonar eða ekki, voru
þeir á öndverðu ári 2008 komnir í valþröng.
Enginn kostur var góður. Ef þankarnir
seldu ekki eignir, þá tefldu þeir í tvísýnu. Ef
þankarnir seldu eignir, þá myndi við þessar
aðstæður fást fyrir þær minna en í betra
árferði og það myndi um leið lækka verð
þeirra eigna, sem eftir stæðu, svo að með því
tefldu þeir líka í tvísýnu. Þar eð Seðlabankinn
hafði ekkert boðvald yfir bönkunum, gat
hann ekki skipað þeim fyrir, en hann lagði
þó til í kyrrþey, að lcesave-reikningar Lands-
bankans færu úr útbúi í dótturfélag, að
Kaupþing flytti bækistöðvar sínar til annars
lands og að Glitnir seldi öflugan norskan
banka, sem hann hafði keypt.35 Hefði banka-
kerfið við þetta stórminnkað og vandinn
ef til vill orðið viðráðanlegur. Jafnframt hélt
Davíð áfram að vara við útþenslu þankanna.
Fimmtudaginn 6. mars 2008 hitti hann Geir H.
Haarde og afhenti honum skýrslu, sem Seðla-
bankinn hafði fengið erlendan sérfræðing,
Andrew Gracie, til að gera um hugsanlegt
fall bankanna í október 2008 og viðbrögð við
því. Geir H. Haarde forsætisráðherra þótti nóg
um hin sterku orð, sem Davíð lét þá falla um
íslenska þankamenn, sérstaklega ráðamenn
Kaupþings.36 Davíð endurtók varnaðarorð sín
á fundum með forsætisráðherra og öðrum
ráðherrum þriðjudaginn 18. mars, sunnudag-
inn 30. mars, þriðjudaginn 1. apríl og miðviku-
daginn 7. maí.37
Vidvaranir opinberlega
Vissulega var ekki við því að búast árið
2009, þegar prófessor Siþert hneykslaðist á
„aðgerðaleysi andspænis yfirvofandi áfalli",
að hún vissi um síendurteknar viðvaranir
Davíðs Oddssonar og aðgerðir, sem Seðla-
bankinn hafði undirbúið í kyrrþey. Það hefði
boðið hættunni heim að gera uppskátt um
allt þetta. Þetta hefði Sibert raunar átt að vita
sjálf, svo að hún hefði átt að bíða eftir því,
að þessi atriði kæmu í Ijós, áður en hún felldi
dóm sinn um„aðgerðaleysi" Seðlabankans,
sem hún hafði síðan til marks um það, að
smáríki hefðu iðulega ekki nógu mörgum
hæfum embættismönnum á að skipa. Og
Sibert (eða íslenskir heimildarmenn hennar)
hefðu að minnsta kosti átt að vita af því, sem
Davíð sagði opinberlega. Þar er af nógu að
taka. Föstudaginn 30. mars 2007 sagði hann
á ársfundi Seðlabankans:
ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 77