Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 82
sem þau voru embætti eða leyfi. Nefndir þær, sem skömmtuðu innflutnings- og gjaldeyris- leyfi, áttu til dæmis að fara eftir þörfum þjóðarbúsins, en nefndarmenn hlutu að vera næmari á raddir vina, flokksbræðra og jafnvel frænda en annarra.50 Víðtækt vald var lagt í hendur úthlutunaraðila. Mátti segja, eins og prófessor Ólafur Björnsson benti á, að þeir gætu stundað ritskoðun, því að þeir réðu því, hvaða erlend rit fengu að koma til landsins, og hneppt menn í átthafafjötra, því að þeir réðu því, hverjir fengu að fara til útlanda.51 Ekki eru mörg dæmi um, að slíku valdi hafi beinlínis verið misbeitt í skjóli hafta- búskaparins, heldur var það frekar notað í vil þeim, sem hlutu náð fyrir augum stjórnvalda hverju sinni, en aðrir voru þá um leið snið- gengnir. Nefna má þó tvö dæmi frá fjórða áratug. Þorvaldur Krabbe, vita- og hafnamálastjóri, var hálfdanskur og vildi flytjast til Danmerkur, er hann lét af embætti. Þurfti hann sérstakt leyfi til yfirfærslu eigna sinna. Mælt var, að hann hefði fengið þetta leyfi, því að hann hefði látið tilleiðast að mæla með með þeim manni í sinn stað, er stjórnvöld vildu, Alþýðuflokksmanninum Emil Jónssyni, en ekki næsta undirmanni sínum, sem hefði samkvæmt venju staðið embættinu næst, Finnboga Rút Þorvaldssyni (föðurVigdísar forseta).52 Á meðan Árni Óla var auglýsinga- stjóri Morgunblaðsins, tók hann eftir því, að sumir kaupmenn hættu að auglýsa þar. Þegar hann hafði tal af þeim, sögðu þeir auglýsingastjóra Tímans hafa haft samband við þá og kvartað undan því, að þeir auglýstu þar ekki eins og í Morgunblaðinu. Fylgdu með lítt dulbúnar hótanir um, að þeir fengju ekki ýmis leyfi, nema þeir bættu ráð sitt. Þá ákváðu þeir að hætta að auglýsa í öllum blöðum.53 Prófessor Gunnar Helgi Kristinsson hefur tvímælalaust líka rétt fyrir sér um það, að við haftabúskapinn 1930-1960 tóku allir stjórn- málaflokkar þátt í einhvers konar stjórn- málahygli: Þeir úthlutuðu iðulega gæðum eftir stjórnmálasjónarmiðum, Sjálfstæðis- flokkurinn ekki síður en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur, en Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið einna síst, af því að hann var sjaldnast í stjórn (aðeins 1944-1947 og 1956-1958).Tvennt verður þó að hafa í huga. Gunnar Helgi segir um Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubanda- lagið:„Hann þurfti því að byggja meira á hugmyndalegri umbun til meðlima sinna og gat síður launað þeim efnislega."54 En vegna rausnarlegs stuðnings frá Moskvu gat sá flokkur raunar launað félögum efnislega. Hann úthlutaði til dæmis eftirsóttum náms- styrkjum til kommúnistaríkjanna, sem tugir ungra og efnilegra námsmanna nutu góðs af. Hann úthlutaði líka vinsælum boðs- ferðum þangað austur, og skiptu boðsgestir hundruðum. Fjöldi manns gegndi fullu starfi eða hlutastarfi og sinnti líka einstökum verkefnum hjá flokknum, blöðum hans og hliðarsamtökum eins og Máli og menningu og MÍR, Menningartengslum íslands og Ráðstjórnarríkjanna.55 Árin 1955-1970 nam beinn fjárhagslegur stuðningur við fiokkinn allt upp í 30 milljónum króna á ári á núvirði.56 í annan stað var Sjálfstæðisflokkurinn í orði andvígur höftunum, þótt hann tæki fullan þátt í því í verki að úthluta gæðum eftir stjórnmálasjónarmiðum. Einn helsti and- stæðingur hinnar viðamiklu haftalöggjafar, prófessor Ólafur Björnsson útskýrði 1956, hvers vegna hann gæfi kost á sér á þing: Ég gekk í Sjálfstæðisflokkinn og hefi stutt hann síðan, ekki af því að ég teldi hann framkvæma áðurgreinda löggjöf af minni hlutdrægni en hinir flokkarnir, enda er erfitt að meta slíkt, heldur af hinu, að hann einn allra stjórnmálaflokka er löggjöf þessari andvígur.57 Þetta tímabil sat Sjálfstæðisflokkurinn samtals 17 ár í stjórn, en Framsóknar- flokkurinn 23 ár.58 Haftabúskapnum var ekki hætt, fyrr en Alþýðuflokkurinn breytti um stefnu árin 1958-1959 og gekk til liðs við Sjálfstæðisfiokkinn í viðreisnarstjórninni. Er veruleg stjórnmála- hygli enn á íslandi? Ein mikilvægasta afleiðing hinna víðtæku 80 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.