Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 85

Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 85
hafi verið af stjórnmálaástæðum. Ljóst var, að flestir (eða allir) starfandi hæstaréttar- dómarar kærðu sig ekki um að fá Jón Steinar í réttinn. Þeir dómarar, sem beittu sér harðast gegn skipun hans, Markús Sigurbjörnsson og Gunnlaugur Claessen, voru báðir taldir sjálfstæðismenn eða að minnsta kosti hægri sinnaðir í skoðunum.73 Hér var því ekki um að ræða stjórnmálahygli, heldur átök lögfræðinga um viðhorf og vinnubrögð. Jón Steinar hafði verið gagnrýninn á Hæstarétt og talinn rekast illa í hóp.74 Ráðherra taldi ákvörðun sína áreiðanlega vera samkvæmt hæfnissjónarmiðinu: Þótt Jón Steinar nyti ekki stuðnings starfandi hæstaréttardómara, hefði hann víðtæka reynslu af lögmannsstörfum. Um hæfni hans í samanburði við þau Eirík, Stefán Má og Hjördísi má auðvitað deila, en margir mæltu með honum opinberlega, þar á meðal Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, og Þröstur Ólafs- son, stjórnarformaður Máls og menningar.75 Því má jafnvel halda fram, að skipun Jóns Steinars hafi eins og skipun Ólafs Barkar árið áður verið til marks um andstöðu við klíkuskap frekar en að hún hafi verið dæmi um hann. Enn gekk ráðherra gegn voldugri „klíku" lögfræðinga. Nú kunna einhverjir að segja, að hér sé horft fram hjá þeirri staðreynd, að Ólafur Börkur Þorvaldsson sé náfrændi Davíðs Oddssonar (þeir eru systkinasynir), en Jón Steinar Gunnlaugsson góðvinur Davíðs. Það er rétt. En skiptir sú staðreynd einhverju máli? Það var ekki Davíð, sem veitti þessar stöður, heldur þeir Björn Bjarnason og Geir H. Haarde, og þeir gerðu það á eigin ábyrgð, ekki annarra. Aðalatriðið er, að ráðherra taldi sig í bæði skiptin hafa gildar röksemdir fyrir ákvörðun sinni, og í hvorugt skiptið verður sagt, að stjórnmálasjónarmið hafi ráðið úrslitum. Er stjórnmálahygli á íslandi meiri en á ödrum Norðurlöndum? Þegar rýnt er í könnun prófessors Gunnars Helga Kristinssonar á skoðunum 17 manns í eða nálægt íslenskri stjórnsýslu á stöðu- veitingum á íslandi 2001-2005, vaknar mikil- væg spurning: Hvort og þá hvaða ályktanir má draga um stjórnmálahygli á íslandi í samanburði við nágrannalöndin? Vandséð er eitthvað í henni, sem réttlæti, að stjórn- málahygli sé talin verulega meiri en í öðrum vestrænum löndum, svo að ísland lendi ekki í „fyrsta flokki" með þeim, heldur„þriðja flokki" samkvæmt skiptingu prófessors Wolfgangs Mullers. Raunar má búast við því, að stjórn- málahygli hafi um og eftir miðja tuttugustu öld verið meiri á öðrum Norðurlöndum en á íslandi af þeirri einföldu ástæðu, að þar var sami flokkur lengi við völd og gat því hyglað sínum, en þurfti lítið tillit að taka til annarra. f Svíþjóð stjórnuðu jafnaðarmenn óslitið allt frá 1932 til 1976 að undanteknum nokkrum mánuðum árið 1936. Þeir voru oftast einir í stjórn (með bændaflokknum 1936-1939 og aftur 1951-1957). Hinum þéttriðna valdavef þeirra var lýst árið 1976 í bók eftir sænska lagaprófessorinn Erik Anners.76 Frægt var, eftir að jafnaðarmenn töpuðu kosningum 1976 og borgara- flokkarnir mynduðu stjórn, að þá hélt hinn nýi menntamálaráðherra, Jan-Erik Wikström, fund með deildarstjórum ráðuneytisins. Þeir mættu þangað allir með barmmerki jafnaðar- manna.77 Svo samgróinn var jafnaðarmanna- flokkurinn ríkinu, að leyniþjónusta sænska hersins gekk um skeið erinda flokksins, og varð hvellur, þegar upp komst.78 í Noregi var ástandið svipað. Verkamanna- flokkurinn sat í stjórn með öðrum flokkum 1935-1945 og einn 1945-1965 (að undan- teknum nokkrum vikum árið 1963), samtals í þrjátíu ár, og síðan aftur 1976-1981. Árið 1963 flutti einn kunnasti sagnfræðingur Norðmanna, Jens Arup Seip, fyrirlestur um þróunina„Úr embættismannaríki í einsflokks- ríki". Hann velti fyrir sér, hvort kjósendur hefðu fyrir tilstilli flokksins náð tökum á stjórnsýslunni eða hvort stjórnsýslan hefði fyrir tilstilli flokksins náð valdi yfir kjósendum. Taldi hann síðarnefnda svarið nær veruleik- anum.79 Hið sama gerðist og í Svíþjóð, að flokkur og ríki greru svo saman, að leyni- ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.