Þjóðmál - 01.12.2016, Side 86

Þjóðmál - 01.12.2016, Side 86
þjónustan vann með Verkamannaflokknum. „Eftir stríð völdust flokksmenn smám saman í lykilstöður í þeim stofnunum, sem settar höfðu verið upp til að vernda og tryggja það ríki, sem Verkamannaflokkurinn stýrði nú," sagði í skýrslu Lund-nefndarinnar svonefndu 1996, en hún rannsakaði meðal annars tengsl flokks og ríkis.80 Samkvæmt rannsókn frá 2013 hafa embættisveitingar til yfirlýstra flokksmanna síður en svo horfið í Noregi. Þar voru skoðaðar veitingar 265 æðstu embætta ríkisins árin 1997-2010, en það tímabil voru fjórar sam- steypustjórnir við völd. Tillit var tekið til þess, hversu lengi hver stjórn sat og hversu mörg embætti hver ráðherra veitti. Verkamanna- flokkurinn gekk harðast fram: Yfirlýstir flokksmenn fengu 13% þeirra embætta, sem ráðherrar hans veittu. Ráðherrar Hægri flokks- ins og Miðflokksins skipuðu yfirlýsta flokks- menn í 8% embætta, en ráðherrar Kristilega þjóðarflokksins, Vinstri flokksins og Sósíalíska þjóðarflokksins gerðu mun minna af því að skipa samflokksmenn í embætti.81 Ekkert þarf að vísu að vera óeðlilegt við það, að ráðherrar flokks skipi samflokksmenn í embætti. Stundum geta þeir verið hæfastir, ekki síst efflokkurinn erstórog nýtur tiltölulega mikils stuðnings sérfræðinga eins og lögfræðinga, hagfræðinga, lækna og verkfræðinga (og á það til dæmis við um Sjálfstæðisflokkinn á íslandi). Óeðlilegt er að tala um stjórnmálahygli, fyrr en hand- hafar veitingarvaldsins taka flokksmenn sína fram yfir aðra hæfari umsækjendur um stöður. Auðvitað er eitthvað um stjórn- málahygli á íslandi eins og annars staðar. En alls óvíst er, að hún hafi verið víðtækari en á öðrum Norðurlöndum fram á 21. öld, eins og prófessorarnir Anne Sibert og Wolfgang Muller virðast þó bæði halda fram. Stjórn- málaspilling í sterkari merkingu er líka óveruleg á fslandi, til dæmis mútur og hvers kyns blygðunarlaus misbeiting ríkisvaldsins, eins og tíðkast til dæmis í Rússlandi, Brasilíu og Nígeriu. Hvað sem því líður, er hættan á stjórnmálahygli hæpin röksemd gegn smáríkjum.82 Dæmi um norræna stjórnsýslu Er norræn stjórnsýsla eins efnisleg og óhlutdræg og prófessor Wolfgang Muller virðist telja, þegar hann setur ísland í„þriðja flokk" og önnur Norðurlönd í„fyrsta flokk" um stjórnsýslu? Svo vill til, að tveimur árum eftir að prófessorinn birti þennan dilkadrátt, eftir bankahrunið 2008, kynntust íslendingar nokkuð norrænni stjórnsýslu, eins og hér skulu nefnd fimm dæmi um, eitt frá Svíþjóð, tvö frá Noregi, eitt frá Finnlandi og eitt frá Danmörku. Sænska dæmið er einfaldast, því að þar virðist allt hafa verið með felldu. Kaupþing raktalsverða bankastarfsemi í Svíþjóð fyrir bankahrun, en lenti þá snögg- lega í lausafjárvandræðum. Sænski seðla- bankinn veitti við svo búið Kaupþingi Svíþjóð 5 milljarða sænskra króna neyðarlán gegn veði í bankanum, sem almennt var talinn traustur. Seðlabankinn leysti síðan til sín veðið og seldi í ársbyrjun 2009 alla venju- lega bankastarfsemi Kaupþings Svíþjóðar sænskum banka, Álandsbanken, fyrir 414 milljónir sænskra króna, sem virðist hafa verið eðlilegt verð við þær aðstæður. Var það um 50% af bókfærðu eigin fé Kaupþings Svíþjóðar, en ekki fylgdu með í kaupunum öll fyrirtækjalán Kaupþings Svíþjóðar og skuldabréf.83 Norski seðlabankinn hegðaði sér allt öðru vísi en hinn sænski. Glitnir hafði fyrir banka- hrun eignast tvö stór norsk fyrirtæki, Glitnir Bank, áður BN Bank, og Glitnir Securities. Þessi tvö fyrirtæki áttu aðallega viðskipti við fyrirtæki tengd norska olíuiðnaðinum og voru talin traust. Þegar þau lentu í lausafjárvandræðum í bankahruninu, neitaði norski seðlabankinn að veita þeim fyrir- greiðslu og vísaði þeim þess í stað á hinn norska Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. ÁkvaðTryggingarsjóðurinn að veita Glitnir Bank lánalínu að upphæð 5 milljörðum norskra króna, sem hann tók sjálfur að láni í norska seðlabankanum. Á móti tók hann veð í fasteignalánum Glitnir Bank. Forsvarsmönnum Glitnis var sagt, þótt ekki væri það skriflegt, að lánalínan væri 84 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.