Þjóðmál - 01.12.2016, Page 87

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 87
aðeins í nokkra daga og yrði ekki framlengd, nema skiptyrði um eigendur. Stjórnarfor- maðurTryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, Finn Haugan sparisjóðsstjóri, myndaði næstu vikur kaupendahóp nokkurra sparisjóða, sem keypti síðan bankann fyrir 300 milljónir norskra króna, sem var minna en 10% af bókfærðu eigin fé hans. (Haugan vékað vísu af fundi, þegar kaupin voru samþykkt í stjórn Tryggingarsjóðsins.) Þá var lánalínan tafarlaust framlengd og bankinn skírður aftur hinu norska nafni sínu, BN Bank.84 í janúar 2009 var virði bankans bókfært 2 milljarðar norskra króna. Það var að vonum, að Haugan fékk sérstakan kaupauka árið 2009 að upphæð 540 þúsund norskar krónur fyrir góða frammistöðu.85 Hitt norska fyrirtækið, sem hér um ræðir, Glitnir Securities, var strax eftir bankahrunið selt hópi stjórnenda fyrirtækisins fyrir 50 milljónir norskra króna, sem var um fjórðungur af bókfærðu eigin fé. Viku síðar seldu hinir nýju eigendur norsku verðbréfafyrirtæki, sem hafði skrifstofur sínar í sama stórhýsinu í Osló, helmingshlut í fyrirtækinu fyrir sömu upphæð, 50 milljónir norskra króna. Glitnir Securities hafði með öðrum orðum tvöfaldast í verði á einni viku.86 í Finnlandi fóru yfirvöld enn aðra leið. Þar var seðlabankinn ekki í aðalhlutverki, heldur fjármálaeftirlitið. Glitnir hafði eignast finnskan banka og skírt hann Glitnir Pankki. Finnska fjármálaeftirlitið lagði mjög hart að Glitni á íslandi (eða skilastjórn hans) að selja tafarlaust Glitnir Pankki. Hópur stjórnenda keypti hann á þrjú þúsund evrur. Það var aðeins brot af bókfærðu eigin fé bankans, sem var árið 2007 180 milljónir evra. Bankinn var tafarlaust skírður aftur sínu gamla finnska nafni og sérstaklega merktur sem finnskt fyrirtæki. í árslok 2009 var bókfært eigið fé bankans 49,8 milljónir evra, og árið 2013 var hann seldur fyrir 200 milljónir evra.87 Hinir finnsku kaupendur voru orðnir auðugir menn.88 Finnska fjármálaeftirlitið hefur neitað að svara öllum spurningum mínum um afskipti þess af þessum viðskiptum.89 í dæmunum þremur frá Noregi og Finn- landi báru kröfuhafar þrotabús Glitnis tapið af útsölunni, sem knúin var fram á íslenskum eigum, en heimamenn hirtu gróðann. I dæminu frá Danmörku bar íslenska ríkið hins vegar tapið. Þar hafði Kaupþing eignast FIH banka, sem var stór á danskan mælikvarða. Þegar íslenski seðlabankinn veitti Kaupþingi 500 milljón evra neyðarlán í bankahruninu, tók hann fyrir því allsherjarveð í FIH banka eftir að hafa ráðfært sig við danska seðla- bankann og fjármálaeftirlitið og verið sagt, að bankinn væri miklu meira virði en láninu næmi. Þegar danski seðlabankinn veitti um sama leyti dönskum bönkum ríflega lausafjárfyrirgreiðslu, fékk FIH banki hana eins og aðrir danskir bankar. Lánalínan frá seðlabankanum rann hins vegar út haustið 2010, og þá lagði danski seðlabankinn hart að hinum íslenska, sem hafði tekið FIH banka upp í neyðarlánið, að selja bankann. Ella yrði lánalínan til FIH banka ekki framlengd. íslenski seðlabankinn afréð að selja FIH banka hópi lífeyrissjóða og kaupsýslumanna, sem nutu sérstakrar góðvildar danskra stjórnvalda.90 Kaupverðið var nálægt eigin fé bankans, en aðeins var greiddur út lítill hluti þess, og skyldi draga frá afganginum tap bankans næstu árin. Hinir nýju eigendur flýttu sér að flytja allt hugsanlegt tap bankans af öllum útlánum sínum á umsamið tímabil og lögðu í raun bankastarfsemina niður, en einbeittu sér að því að varðveita eigið fé bankans. Afleiðingin var, að íslenski seðlabankinn fékk ekki afganginn af kaupverðinu, en dönsku kaupendurnir eignuðust banka með verulegt eigið fé, þegar upp er staðið, um 770 milljónir evra. Þótt eigið fé bankans hafi 2008 verið talið um einn milljarður evra, fær seðlabankinn ekki til baka nema um 225 milljónir af þeim 500 milljónum, sem hann lánaði Kaupþingi. Hann tapar 275 milljónum evrum eða meira en 30 milljörðum króna.91 Erfitt er að draga aðra ályktun en þá, að norsk, finnsk og dönsk stjórnvöld, Tryggingarsjóðurinn norski, Fjármálaeftirlitið finnska og Seðlabankinn danski, hafi hyglað innlendum aðilum á kostnað erlendra. Hefðu ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 85

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.