Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.12.2016, Blaðsíða 96
NÝJAR BÆKUR Vald án eftirlits Ný bók um gjaldeyriseftirlit Seðlabankans eftir Björn Jón Bragason. Hér er sagt frá eftir- lausum eftirlitsmönnum, aðför að fyrirtækjum og einstaklingum. Almenna bókafélagið gefur út. í kjölfar hinnar alþjóðlegu lánsljárkreppu sem reið yfir heiminn árin 2007-2009 urðu þær raddir háværar að herða þyrfti reglur um fjármálastofnanir og auka með þeim eftirlit. Þar sem svo virtist um skeið að ísland hefði orðið miklu verr úti en flest önnur lönd, voru þessar raddir mjög háværar hér á landi. En þá vaknar gamla spurningin sem Rómverjar hinir fornu veltu fyrir sér: Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? Quiscusto- dietipsos custodes? f kringumstæðum líkt og þeim sem ríktu á íslandi strax eftir hrun er hætt við að annarlegar og óraunhæfar hugmyndir vakni meðal þeirra sem fá aukið vald og vægi í hlutverki eftirlitsaðila sem leitt getur til þess að þeir telji sig óbundna af viðteknum reglum um stjórnsýslu og mörk valdbeitingar. Með auknu eftirliti er skapað vald, og um það eiga enn við orðin að allt vald hefurtilhneigingu til að spilla: Menn með víðtækt vald forðast til dæmis í lengstu lög að viðurkenna þegar þeir hafa gert mis- tök, og þeim er oft sama þótt aðrir verði fyrir barðinu á valdi þeirra enda helgi tilgangurinn meðalið. Misbeiting valds á ekki aðeins að vera áhyggjuefni þeirra sem eru tímabundið óvinsælir, eins og íslenskir Ijármálamenn eftir hrun. Hún á að vera áhyggjuefni alls almenn- ings því að enginn veit hvenær spjótin geta beinst að þeim. Venjulegir borgarar með takmörkuð fjárráð eða stjórnendur fyrirtækja sem standa höllum fæti myndu eiga enn erfiðara með að verjast valdníðslu eða leita réttar síns en þeir aðilar sem hér er sagt frá. í þessu riti er rætt um Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka íslands, en það var sett á laggirnar eftir bankahrunið til að bregðast við nýjum og fordæmalausum aðstæðum. Þótt gjaideyriseftirlit hafi áður verið til á íslandi voru aðstæður nú aðrar og óánægjuraddir og kröfur um ábyrgð háværari sem aldrei fyrr. Ungu og metnaðarfullu fólki með takmarkaða reynslu úr stjórnsýslu voru veitt mikil völd í skjóli þagnarskyldu og gefinn laus taumurinn. Hvött áfram af stemningunni í þjóðfélaginu virðist sem valdbeitingin hafi meira átt skylt við krossferðir en stjórn- sýslulegt eftirlit og rannsókn. f þeim þremur málum sem gert er skil í þessari bók, um Aserta, Ursus og Samherja, verður reynt að varpa Ijósi inn fyrir háa múra þagnarskyldu á beitingu valds, eftirlits og að- halds. Allt bendir til þess að valdi hafi verið 94 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.